A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
17.06.2016 - 07:51 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Jón Sigurðsson í nauðum staddur

Jón Sigurðsson, forseti.
Jón Sigurðsson, forseti.

Árið 1855 var Jón Sigurðsson illa staddur fjárhagslega. Mátti rekja það beint til starfa hans í þágu Íslendinga.

   Stuðningsmenn hans hér heima efndu þá til samskota honum til handa. Þá söfnuðust á öllu landinu 47 ríkisdalir og 76 skildingar. Það ár skutu Íslendingar saman 1480 ríkisdölum til að reisa styttu af Marteini Lúther suður í Þýskalandi. Og eitt sinn er safna átti í heiðursgjöf til Jóns varð mönnum ekkert ágengt. En í prófastsdæmi nokkru á landinu söfnuðust 602 ríkisdalir og 42 skildingar til kristniboðs í Kína.

Vissir þú þetta?

Heimild: Lúðvík Kristjánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31