A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
30.07.2015 - 21:04 | Hallgrímur Sveinsson

Jón Sigurðsson, George Washington og allir hinir

Þessi mynd er tekin af Jóni Sigurðssyni um fimmtugt, á hátindi manndómsáranna. Ljósmyndari ókunnur.
Þessi mynd er tekin af Jóni Sigurðssyni um fimmtugt, á hátindi manndómsáranna. Ljósmyndari ókunnur.

Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson
1. grein

Eftir lauslega athugun er hvorki að sjá að við Íslendingar höfum tekið okkur fyrir hendur að gera alþýðlegan né fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða og má merkilegt kalla, jafnvel með ólíkindum. Má þó vera að einhver hafi komið því í verk. Margar þjóðhetjurnar börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og síðan ekki söguna meir. Þegar því verki lauk fóru flestir þeirra heim og lögðu sig ef svo óvirðulega mætti komast að orði. En okkar maður, sem ekki var nein venjuleg þjóðhetja, heldur glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni, hafði bæði lag og visku til að vísa mönnum leið í nánast öllum þjóðmálum sem einhverju skipta. Og nánast hvert sem litið er í íslensku þjóðlífi í dag má kenna áhrifa frá honum. En Íslendingar hafa nú aldrei verið neitt sérlega spenntir fyrir að kynna Jón Sigurðsson og ævistarf hans fyrir öðrum þjóðum og er það miður.

   Ekki man ég betur en Sigurður Líndal hafi varpað því fram á Hrafnseyri á sínum tíma að gera þyrfti fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða.

   Við það situr eftir því sem undirritaður best veit.

 

Hallgrímur Sveinsson.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31