A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Sigurđson
02.02.2017 - 07:11 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Jón Haukdal Ţorgeirsson - Fćddur 14. ágúst 1923 - Dáinn 21. janúar 2017 - Minning

Jón Haukdal Ţorgeirsson (1923 - 2017)
Jón Haukdal Ţorgeirsson (1923 - 2017)
Jón Haukdal Þorgeirsson var fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 14. ágúst 1923. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar 2017.

Foreldrar hans voru Þorgeir Einar Jónsson, vélstjóri úr Haukadal í Dýrafirði, f. 2.7. 1902, d. 19.10. 1974, og Bjarnhildur María Bjarnadóttir, f. 14.8. 1900 á Svalbarði í Arnarfirði, d. 19.4. 1944.

 

Systkini Jóns:
Hálfdán Haukdal Þorgeirsson, f. 8. okt. 1922, d. 21. jan. 1988, Friðþjófur Haukdal Þorgeirsson, f. 19.5. 1931, d. 6.10. 2006, Kristján Haukdal Þorgeirsson, f. 4.12. 1934, Styrmir Haukdal Þorgeirsson, f. 14.10. 1936. Hálfsystir þeirra er Guðfinna Haukdal Þorgeirsdóttir.

Jón kvæntist Maríu Guðrúnu Konráðsdóttur 14.10. 1948, f. 11.10. 1930, d. 9.8. 2003.

Þau eignuðust sjö börn.
Þau eru:

1) María Þ. Haukdal, f. 31.3. 1948, maki Ívar Þórarinsson, f. 14.2. 1947, börn þeirra eru: Jóna Guðrún, hún á fjögur börn og þrjú barnabörn. Jóhann Rúnar, f. 19.9. 1969, hann á þrjú börn og þrjú barnabörn, Heimir Þór, f. 7.7. 1972, hann á fimm börn og eitt barnabarn. Víðir Ingi, f. 20.6. 1975, hann á þrjú börn, Lína Björk, f. 6.6. 1984, hún á þrjár dætur og Lilja María, f. 6.6. 1984, hún á þrjár dætur.
2) Kolbrún M. Haukdal, f. 28.9. 1949, maki Þorvaldur Á Hauksson, f. 28.2. 1949, börn: Hafrún Mara Zoldos, f. 7.11. 1969, hún á fjögur börn. Arndís, f. 4.7. 1972, hún á fjögur börn. Karen Sif, f. 12.3. 1976, hún á þrjá syni. Jón Ásgeir Haukdal, f. 22.3. 1989, og Lísa Margrét, f. 2.7. 1990, hún á tvær dætur.
3) Særún Haukdal, f. 19.9. 1950, maki Þórarinn Eggertsson, f. 16.12. 1948. Börn: Birgir Særúnarson, f. 28.7. 1973, hann á fjögur börn, Linda Rós Særúnardóttir, f. 27.2. 1975, og Arnþór Særúnarson, f. 8.9. 1980, hann á einn son. Fósturbörn: Jóhannes, f. 28.10. 1972, hann á þrjá drengi. Eggert, f. 14.5. 1974, hann á fjögur börn, og Eva María.
4) Böðvar Haukdal, f. 14.2. 1953, maki Fjóla Sigurþórsdóttir, f. 10.2. 1954, börn: Sævar Haukdal, f. 27.10. 1972, hann á tvö börn, María Guðrún, f. 17.9. 1981, hún á þrjú börn.
5) Anna Haukdal, f. 9.8. 1957, maki Brynjar Víkingsson, f. 24.6. 1956, börn þeirra Sigurbjörn Sigurðsson, f. 11.12. 1975, d. 5.9. 1993, Birgitta Haukdal, f. 28.7. 1979, hún á tvö börn, og Silvía Haukdal, f. 12.3. 1976, hún á eina dóttur.
6) Jóna B. Haukdal, f. 4.8. 1958, maki Reynir Þórarinsson, f. 1.4 . 1962, börn Berglind Hólm, f. 20.11. 1975, hún á þrjár dætur. Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, f. 26.7. 1990.
7) Þorgeir L. Haukdal, f. 13.1. 1960, maki Þórunn Þorláksdóttir, börn: Jón Haukdal, f. 20.1. 1979, og á hann tvær dætur. Þorlákur Heiðar, f. 30.1. 1984, og Katrín Svava, f. 17.1. 1996.

Jón fór ungur að vinna við vélgæslu og viðgerðir, meðal annars á bifreiðaverkstæðum í Hafnarfirði og tók mótorvélstjórapróf á Þingeyri 1948.

Hann sá um frystihúsvélarnar hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd frá 1948-54 og aftur 1957-1968, en starfaði hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni Kletti í Reykjavík 1954-1957. Hann gerðist vélstjóri hjá Skagstrendingi hf. 1969 og var þar til starfsloka 1993.

Útför Jóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13.

___________________________________________________________________________________________

 

Minningarorð:
Þorvaldur Ásgeir Hauksson

 

Eigi maður góðar minningar um fólk, þá fór þar gott fólk sem eftirsóknarvert var að umgangast. Þetta flaug um hugann þegar tengdafaðir minn til fjörutíu og fimm ára, Jón Haukdal Þorgeirsson, féll frá í hárri elli, sáttur við Guð og menn.

Jón var vélstjóri að mennt líkt og faðir hans. Hann var vélstjóri í frystihúsinu á Skagaströnd og síðar á Arnari HU frá Skagaströnd. Jón var mikill áhugamaður um allt sem tengdist vélum, var vélamaður af guðs náð.

Jón stundaði grásleppuveiðar meðfram fastri vinnu um árabil. Krepptir fingur báru þess merki að oft hefðu nú bunkuð grásleppunetin sigið í á lítilli bátskelinni í misjöfnu veðri á Húnaflóanum.

Ökukennslu stundaði Jón í hjáverkum enda veitti ekki af aukatekjum til að framfleyta níu manna fjölskyldu. Það var eins gott að vanda sig við aksturinn ef maður bauð gamla ökukennaranum á rúntinn.

Hann lét menn alveg heyra það ef menn óku ekki sómasamlega. Eitt sinn sagði hann mér á bryggjurúntinum að ég væri bara ágætur ökumaður.

Gullhamrarnir gerðust víst ekki háværari frá honum skildist mér.

Jón var lágur maður vexti, kvikur, léttur á fæti og áberandi dökkur yfirlitum. Jón eltist mjög vel, var eiginlega ungur þar til hann varð gamall og ellin staldraði stutt við þótt á tíræðisaldur væri kominn. Á honum sannaðist að ellin er afstæð.

Jón ók bíl framundir nírætt og varð aldrei á í messunni, ákvað sjálfur að hætta akstri af skynsemisástæðum einum saman.

Jón var vélstjóri á Arnari HU þegar gaus í Vestmannaeyjum, skipið var nærstatt og var fyrst skipa að sigla með fólk til lands. Um borð var kona ein ófrísk rétt komin að því að fæða. Skipstjórinn kvað upp dóm. Jón, þú átt flest börnin, þú verður ljósmóðir, punktur.

Aldrei sagðist Jón hafa þanið vél skipsins annað eins, bæði til þess að koma fólkinu í land og sjálfsagt líka til að koma þeirri ófrísku í hendur einhvers sem hafði hentugri réttindi en vélstjóraréttindi á skuttogara.

Ekki er ég í vafa um að Jón hefði græjað ljósmóðurembættið af sinni yfirvegun og stillingu sem einkenndi hann

Á ferð okkar hjóna um Frakkland rákumst við oft á tvífara Jóns, merkilega líka honum. Ekki þurfti neinn erfðafræðing til að gizka á að á öldum áður hafi með sunnanvindinum rekið á land framandi gen sem ekki státuðu af freknum og bleikum nefjum heldur blóðhita og smekk fyrir góðu rauðvíni. Hafi svo verið þá voru það greinilega góð gen og velkomin í einangraðar byggðir Vestfjarða.

Jón var dæmigerð alþýðuhetja, sívinnandi fyrir stórri fjölskyldu, sprangaði ekki um með tóma skjalatösku og montprik, þóttist ekki vera neitt annað en hann var.

Jón hafði gaman af því að lyfta sér upp þegar það átti við, tók hann þá gjarnan upp munnhörpuna og lék gömlu slagarana af lífi og sál.

Sem unglingur spilaði hann jafnvel á böllum og komst þannig inn á ballið sem annars var honum lokað.

Jón dvaldi á Hrafnistu síðustu árin, fyrst með Maríu konu sinni og síðan einn í þjónustuherbergi þar sem hann naut góðrar þjónustu starfsfólks.

Börn Jóns og aðrir afkomendur voru iðin við að heimsækja hann.

Þar skal sérstaklega nefna Jónu Bjarnhildi dóttur hans, sem sinnti föður sínum af einstakri natni og umhyggju. Í dag er maður niðurlútur og hugsi. Á morgun verð ég aftur glaður. Glaður yfir því að hafa átt samleið með Jóni Haukdal.

Vertu sæll, Jón, og gangi þér vel á nýjum miðum.

Góðar kveðjur sendi ég öllu hans fólki.

 

Þorvaldur Ásgeir Hauksson

 

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 2. febrúar 2017.

 

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31