05.01.2011 - 12:29 | JÓH
Jólatónleikar í kvöld
Jóla- og útgáfutónleikar karlakórsins Ernis verða haldnir í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20 í kvöld, 5. janúar. Karlakórinn fagnar útgáfu nýrrar jólaplötu sem ber titilinn Jólin alls staðar og geymir nítján jólalög og hátíðarsálma í nýjum útsetningum. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkona syngur einsöng á plötunni auk þess sem fjöldi hljóðfæraleikara leggur kórnum lið. Platan er seld í einkasölu hjá kórmeðlimum og á tónleikunum, og kostar 2500 krónur.
Aðgangur á tónleikana í kvöld er ókeypis.
Aðgangur á tónleikana í kvöld er ókeypis.