A A A
25.11.2016 - 14:49 | bb.is,Vestfirska forlagiđ

Jólaljós tendruđ á helginni

Jólaljósin lýsa á Ţingeyri.
Jólaljósin lýsa á Ţingeyri.
Á sunnudag, 27. nóvember 2016, er fyrsti dagur aðventu og um helgina byrja upplýst jólatré að lýsa upp skammdegið víða.

Á morgun, laugardag 26. nóv. klukkan 16 verða ljósin tendruð á Þingeyri. Sif Huld Albertsdóttir varabæjarfulltrúi flytur hugvekju og leikskólabörn af Laufási syngja jólalög.

Á sunnudag klukkan 16 verða ljósin tendruð á Flateyri. Sigurður Hreinsson bæjarfulltrúi flytur hugvekju og barnakór syngur undir stjórn Dagnýjar Arnalds.

Ljósin á jólatrénu við Félagsheimili Bolungarvíkur byrja einnig að lýsa á laugardag og koma bæjarbúar saman við félagsheimilið klukkan 14, þar sem stigið verður í dans í kringum jólatréð.

Vitað mál er að ljós á jólatrjám eru vís til að draga að góða gesti úr fjöllunum og er ólíklegt að annað verði uppi á teningnum þetta árið, það er að segja ef blessaðri kerlingunni henni Grýlu tekst að vekja syni sína í tæka tíð, en enn er nokkuð í að þeir komi formlega til byggða. 


« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör