18.12.2008 - 00:56 | JÓH
Jólaföndur í Grunnskólanum á Þingeyri
Foreldrafélag Grunnskólans á Þingeyri stóð fyrir jólaföndri í skólanum fyrstu helgina í desember. Nemendum og foreldrum þeirra var boðið að skera í laufabrauð og mála jólastyttur, og svo sá elsti bekkurinn um kaffisölu. Mikil gleði var í loftinu og er greinilegt að Dýrfirðingar eru komnir í jólaskap.