A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Hallgrímur Sveinsson, forleggjari
Hallgrímur Sveinsson, forleggjari
Vestfirska forlagið gaf út tíu bókatitla á nýliðnu ári undir samheitinu Bækurnar að vestan. Hallgrímur Sveinsson, forleggjari segir að ekki sé annað sjáanlegt en að nokkuð jöfn og góð sala hafi verið í þeim, að vanda. Klassískar bækur forlagsins eins og Frá Bjargtöngum að Djúpi og 99 vestfirskar þjóðsögur seljist alltaf vel, en þeir bókaflokkar hafa komið út í mörg ár. Hallgrímur segir að vísu ekki öll kurl komin til grafar í bókasölu ársins 2009, þar sem uppgjör taki alltaf nokkurn tíma og vestfirsku bækurnar hafi mikla dreifingu. Þær séu seldar í bókaverslunum um land allt og í nokkrum stórmörkuðum að auki.

„Margir bókaútgefendur auglýsa bækur sínar sem stórkostlegar, einstakar, meistaraverk, ógleymanlegar og töfrandi, svo dæmi séu nefnd," segir Hallgrímur.

„Bækurnar að vestan falla ekki í þessa flokka. En við höldum því fram af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér."

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31