A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
10.05.2017 - 08:55 | Vestfirska forlagið,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Íslenskir seðlar seljast dýrt

Íslenski seðillinn seldist á hærra verði en búist var við. 500 krónur - Jón Sigurðsson.
Íslenski seðillinn seldist á hærra verði en búist var við. 500 krónur - Jón Sigurðsson.

Átta íslenskir seðlar seldust fyrir tæplega tvær milljónir króna á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í gær, þar af seldist sá dýrasti fyrir tæpa hálfa milljón króna og sá næst dýrasti á tæplega 400 hundruð þúsund krónur.

Þeir dýrustu voru tveir 500 króna seðlar frá árinu 1944, útgefnir af Landsbanka Íslands, með mynd af Jóni Sigurðssyni.


Um eru að ræða góð eintök af viðkomandi seðlum en þeir voru ekki í gildi nema í rúm þrjú ár. Annar þeirra fór á tvöföldu matsverði uppboðshússins og hinn á rúmlega þreföldu matsverði. Um er að ræða talsverðar verðhækkanir á íslensku seðlunum frá seinustu tveimur árum, eða sem nemur tugum prósenta miðað við það þegar sambærilegar seðlar hafa komið á uppboð í Danmörku.

Stutt er síðan fá­gæt­ur 50 króna seðill frá árinu 1925 seldist ­fyr­ir um þrjár millj­ón­ir króna og í haust sem leið seldist sjaldgæfur 100 króna seðill frá árinu 1919 fyrir um 2,6 milljónir króna á uppboði í Þýskalandi. 

 

Fréttablaðið 10. maí 2017.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31