A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
23.02.2017 - 20:43 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Ingólfur Arnarson RE 201 - 94 ţúsund lestir á 27 ára ferli skipsins

 Ţrettán manna áhöfn var á skipinu á heimleiđinni og létu skipverjar hjátrú sem tölunni er tengd engin áhrif hafa á sig.
Skipstjóri var Hannes Pálsson. Ađrir skipverjar voru: 1. vélstjóri: Ţorkell Sigurđsson; 1. stýrimađur: Loftur Júlíusson; 2. vélstjóri Baldur Snćland; 2. stýrimađur: Gunnar Auđunsson; bátsmađur: Ólafur Sigurđsson; matsveinn: Guđmundur Maríasson; loftskeytamađur: Ingólfur Friđbjarnarson og hásetar voru Jónatan Kristleifsson, Kári Gíslason og Leó Kristleifsson. Kyndarar: Ármann Brynjólfsson og Einar M. Karlsson.
Hannes var skipstjóri til 1951, en eftir ţađ lengst af Sigurjón Stefánsson sem fćddist á Hólum í Dýrafirđi 15. ágúst 1920. Dáinn 17. nóv. 2005.
Ţrettán manna áhöfn var á skipinu á heimleiđinni og létu skipverjar hjátrú sem tölunni er tengd engin áhrif hafa á sig. Skipstjóri var Hannes Pálsson. Ađrir skipverjar voru: 1. vélstjóri: Ţorkell Sigurđsson; 1. stýrimađur: Loftur Júlíusson; 2. vélstjóri Baldur Snćland; 2. stýrimađur: Gunnar Auđunsson; bátsmađur: Ólafur Sigurđsson; matsveinn: Guđmundur Maríasson; loftskeytamađur: Ingólfur Friđbjarnarson og hásetar voru Jónatan Kristleifsson, Kári Gíslason og Leó Kristleifsson. Kyndarar: Ármann Brynjólfsson og Einar M. Karlsson. Hannes var skipstjóri til 1951, en eftir ţađ lengst af Sigurjón Stefánsson sem fćddist á Hólum í Dýrafirđi 15. ágúst 1920. Dáinn 17. nóv. 2005.
« 1 af 2 »

 Sjötíu ár liðin frá því að fyrsti nýsköpunartogarinn, Ingólfur Arnarson, kom til Reykjavíkur * Var fullkomnasta fiskiskip þjóðarinnar * Fólk þyrptist niður á höfn * Bræddur í stál 1974

„Í dag hefur mikill viðburður gerst í sögu Reykjavíkur og landsins alls. Fullkomnasta fiskiskip þjóðarinnar hefur lagst við landfestar á Íslandi. Það er fyrsta skip hins fyrirheitna lands nýsköpunar atvinnulífsins og munu mörg eftir fara. Reykjavík verður heimili þessa fyrsta landnema nýsköpunarinnar, Ingólfs Arnarsonar, eins og það var Reykjavík sem var heimili og aðsetur fyrsta landnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar.“

 

Það er Gunnar Thororoddsen, þáverandi borgarstjóri, sem mælir þessi orð af brúarvæng skipsins fyrir réttum 70 árum, 17. febrúar 1947. Mikill mannfjöldi hefur þá safnast saman á hafnarbakkanum til að fagna nýja togaranum og hlýða á ræður nokkurra fyrirmanna. Lúðrasveit leikur „Íslands Hrafnistumenn“. Aðrir landsmenn geta fylgst með móttökuhátíðinni í beinni útsendingu Útvarpsins. Þegar athöfninni lýkur leysir togarinn landfestar og siglir með boðsgesti um sundin blá og geta þeir þá kynnt sér skipið um leið og þeir njóta góðra veitinga. Skipið var svo almenningi til sýnis daginn eftir.

Nýsköpunartogararnir

En hvað var svona merkilegt við togarann Ingólf Arnarson? Hvernig gat eitt fiskiskip vakið svona mikla hrifningaröldu? Og hvaða nýsköpunartal var þetta í borgarstjóranum? Ingólfur Arnarson RE 201 eins og togarinn hét fullu nafni var hinn fyrsti af rúmlega 40 togurum sem sérsmíðaðir voru fyrir Íslendinga í Bretlandi eftir seinni heimsstyrjöldina. Það var þáverandi ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svokölluð nýsköpunarstjórn, sem beitti sér fyrir þessari miklu endurnýjun fiskiskipaflotans og útvegaði til hennar hagstæð lán. Þaðan er nafnið nýsköpunartogari upprunnið. Reykjavíkurbær keypti átta slíka togara og gerði Bæjarútgerðin, sem þá var ný- stofnuð, út fimm þeirra. Fiskveiðar og fiskvinnsla voru á þessum tíma undirstaða alls atvinnulífs í höfuðborginni. Miklar vonir voru bundnar við hinn nýja fiskiskipaflota, enda voru togararnir hinir stærstu, hraðskreiðustu og best búnu sem Íslendingar höfðu eignast. Hrifningin á þessu framtaki skýrist m.a. af stemningunni í þjóðfélaginu í kjölfar lýðveldisstofnunar 1944 og víðtæks stuðnings sem hin nýja þverpólitíska ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors naut.

Fullkomnasta fiskiskipið

Tæknilega var Ingólfur á allan hátt fullkomnari en eldri fiskiskip og meira í skipið lagt en áður hafði þekkst. Lestir skipsins voru svo rúmar að sagt var að bresku skipasmiðirnir hefðu haft á orði að þessar lestir yrðu aldrei fylltar. En það átti eftir að afsannast því margoft kom togarinn drekkhlað- inn til hafnar. Mun hann hafa flutt í land 94 þúsund lestir af fiski á 27 ára ferli sínum. Það þætti ekki mikið núna, en var hrein bylting á sinni tíð og áttu fiskvinnslur í landi fullt í fangi með að ráða við allan þennan afla. Um borð í Ingólfi gátu verið 38 skipverjar. Aðbúnaður áhafnar var betri og rýmri en áður hafði þekkst í íslenskum fiskiskipum. Var mjög til þess hugsað að allt væri eins þægilegt og þrifalegt og hugsanlegt væri. Svefnsalur var rýmri og vistlegri en áður hafði verið í boði. Sama er að segja um kaffistofur og aðstöðu til hreinlætis. Var mikil keppni um að fá pláss um borð. Happafleyta Ingólfur Arnarson var happafleyta og fórst aldrei neinn skipverji. En eftir 27 ára þjónustu var svo komið árið 1974 að rýma þurfti fyrir nýtískulegri togara. Hafði skipið þá heitið Hjörleifur um skeið. Ákvað stjórn Bæjar- útgerðar Reykjavíkur að selja skipið til niðurrifs í stálbræðslu á Spáni. Hugmyndir um að varðveita skipið og hafa til sýnis á sjóminjasafni fengu ekki hljómgrunn, líklega vegna kostnaðar. En einhverjir munir úr togaranum urðu þó eftir, þar á meðal skipsstýrið sem talað var um að afhenda Þjóð- minjasafninu. 

 

Morgunblaðið 23. febrúar 2017

 

 

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31