A A A
  • 1940 - Sigríđur Bryndís Helgadóttir
  • 1983 - Laufey Björk Sigmundsdóttir
  • 1984 - Sigurđa Kristín Leifsdóttir
  • 1997 - Agnes Sólmundsdóttir
Séra Stefán Eggertsson sóknarprestur á Ţingeyri. Hann var frumkvöđull flugmála og fjölda annarra framfaramála í Dýrafirđi á sínum tíma. Nú vantar okkur sárlega einhvern hans líka.
Séra Stefán Eggertsson sóknarprestur á Ţingeyri. Hann var frumkvöđull flugmála og fjölda annarra framfaramála í Dýrafirđi á sínum tíma. Nú vantar okkur sárlega einhvern hans líka.
« 1 af 2 »

Endurbygging Þingeyrarflugvallar 2006, sem er varaflugvöllur Ísfirðinga, kostaði stórfé.

Það er ein af furðum Vestfjarða að völlurinn, trúlega flottasti flugvöllur í fjórðungnum, skuli hafa verið lokaður mörg undanfarin ár. Mönnum urðu að vísu á alvarleg mistök við byggingu flugbrautarinnar. En handvammir eru bara til að leiðrétta. En hvers vegna er það ekki gert? Sennilegasta skýringin á því er að íslensk stjórnsýsla er meira og minna ónýt. Sjálfsagt hátt í milljarðs króna mannvirki á núvirði látið afskiptalaust.

Dýrfirðingar horfa dolfallnir á. Og Ísfirðingar geta ekki notað varavöllinn sinn! Tæplega 30 flugferðir féllu niður til Ísafjarðar bara í maí s. l. eins og komið hefur fram.

 

Upprifjun:

20. ágúst 2006: Þingeyrarflugvöllur endurnýjaður!

„Þingeyrarflugvöllur var formlega opnaður í gær eftir endurbætur sem hófust á vordögum 2005. Völlurinn þjónar nú sem eins konar varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll og eykur rekstraröryggi áætlunarflugs þangað. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði við athöfn í flugstöðinni að völlurinn myndi auka möguleika í innanlandsflugi og kvaðst vona að hann ýtti undir vöruflutninga með flugvélum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, upplýsti að með endurbótunum yrði Þingeyrarflugvöllur nú ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir áætlunarflug til Ísafjarðar. Allmarga daga á ári hverju væri ófært til Ísafjarðar en mögulegt að lenda á Þingeyri sem þýddi öruggari ferðir þótt aka þyrfti farþegum milli fjarða sem tæki ekki svo langan tíma.“

    Ofangreinda frásögn má lesa á vef Innanríkisráðuneytis Íslands

 

Tæplega þrjátíu flugferðir til Ísafjarðar féllu niður í maí 2016

 

„Tæplega þrjátíu flugferðir féllu niður til Ísafjarðar í maí 2016, það gerðist níu sinnum í sama mánuði í fyrra. Formaður bæjarráðs á Ísafirði telur að breyttur flugfloti Flugfélags Íslands hafi áhrif á flugáætlun vestur. Því hefur framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands vísað á bug.

Eftir þennan lestur vakna ýmsar spurningar.

Til dæmis þessi:

Til hvers var verið að endurnýja Þingeyrarflugvöll?

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31