A A A
  • 1999 - Birkir Freyr Konráđsson
01.08.2016 - 20:24 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni dagsins: - Kaupmađurinn á horninu í Verzluninni Rangá í Skipasundi 56 í Reykjavík

Agnar E. Árnason frá Neđri-Uppsölum í Selárdal.
Agnar E. Árnason frá Neđri-Uppsölum í Selárdal.
« 1 af 3 »

Verzlunin Rangá, Skipasundi 56 í Reykjavík, er nokkuð merkileg verzlun og er vel viðeigandi að nefna hana hér á Frídegi verzlunarmanna og minnast kaupmannsins á horninu um leið. Hún var stofnuð af Jóni Jónssyni 1931.  Agnar E. Árnason frá Neðri-Uppsölum í Selárdal, lengi búsettur á Bíldudal, keypti verslunina 1971 ásamt Sigrúnu Magnúsdóttur frá Bíldudal, núv. ráðherra og rak hana allt til æviloka 2010. Verslunin Rangá er  enn rekin af krafti á sama stað.

Sigrún Magnúsdóttir skrifar svo í minningargrein um Agnar í Mbl. 23. apríl 2010:

 „ Við keyptum Rangá árið 1971 og rákum í samvinnu í rúm tuttugu ár. Agnar sinnti hins vegar viðskiptavinunum yfirvegaður og með ljúfmennskuna að leiðarljósi í hartnær fjóra áratugi.

Verslunin var stofnuð árið 1931 og var þessi fjörutíu ár í eigu sömu fjölskyldu eða þar til við keyptum hana. Að mörgu leyti varð Rangá að nokkurs konar félagsmiðstöð í hverfinu þar sem Agnar var stólpinn, stóð vaktina frá morgni til kvölds. Hann snerist við viðskiptavinina og reyndi ávallt að koma til móts við óskir þeirra.

Heimsendingarþjónusta var snar þáttur í starfseminni og frá fyrstu tíð sinnti hann því hlutverki af mestu alúð og aðstoðaði fólk oft á tíðum einnig við að ganga frá vörunum, t.d. inn í ísskáp.

Hið einstaka, snyrtilega og heimilislega andrúmsloft sem ríkti í Rangá er blanda margra þátta, en hlutur Möggu er drjúgur í því sambandi. Þá hafa börnin þeirra og barnabörn frá unga aldri hjálpað til, þau hafa byrjað baka til við vörumerkingar og unnið sig fram að afgreiðsluborði eftir því sem tognaði úr þeim.

Hér áður fyrr var talað um það sem mikil meðmæli að vera hjúasæll og sannarlega voru Agnar og Magga hjúasæl, starfsfólk í Rangá hefur jafnvel unnið áratugum saman í versluninni. Allt þetta hjálpaði Rangá að standa af sér miklar sviptingar í rekstri verslana, en á næsta ári hefur búðin starfað í 80 ár og er önnur elsta matvöruverslun Reykjavíkur.

Fyrrverandi meðeiganda þakka ég frábært samstarf og vináttu sem aldrei bar skugga á.“

Sigrún Magnúsdóttir.

 

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29