A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
23.08.2017 - 20:35 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Í spegli tímans: „Ullin á að fara til ullarverksmiðju KEA á Akureyri“ - Seinni hluti

Séra Stefán Eggertsson í talsöðinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en þar var samt mikið rými.
Séra Stefán Eggertsson í talsöðinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en þar var samt mikið rými.

Í sambandi við Þingeyrarradíó og þjónustu séra Stefáns Eggertssonar og fjölskyldu við samfélag sitt, skulum við nú vitna í einn mann. Það er Bjarni G. Einarsson. Hann skrifaði fyrir nokkru mjög skemmtilega grein hér á Þingeyrarvefinn sem hann nefndi Ævintýrið hjá Gunnari og Ebenezer 1962.
Bjarni segir:

„Sérstaka ullin hjá Þórarni á Höfða“

„Á Höfða í Dýrafirði bjó þá Þórarinn Sighvatsson og var þá nokkurskonar umboðsmaður dýrfirskra bænda í sambandi við ullarmóttöku og afsetningu. Við höfðum áður komið við á Höfða og tekið ull þegar vel stóð á ferðum og pláss var í bílunum. Ullin var flutt að Álafossi í Mosfellsdal í flestum tilfellum svo þetta var alveg í leiðinni. Við renndum við á Höfða. Þá kom í ljós að Þórarinn var með sérstaklega flokkaða ull sem þurfti að flytjast öll með sama bíl og ef bíllinn væri ekki tómur mundi vera hæpið að pláss yrði nóg í honum. Við vorum með fjórar raðir af súr og gaskútum á botni bílsins og gæti hæð þess varnings verið 80-100 cm og var því nokkuð drjúgur hluti rýmisins. En við vildum láta reyna á hvort ekki væri pláss fyrir ullina og fórum að hlaða bílinn. Það gekk vel enda vaskir menn að ógleymdum Þórarni sem ekki lá á liði sínu frekar en fyrri daginn. Og ullin komst inn en það stóð tæpt. Við kvöddum Þórarinn og hann óskaði okkur góðrar ferðar.

    Segir nú ekkert sérstakt af ferð okkar fyrr en við erum á leið niður Klettshásinn í þokkalegasta veðri. Þá kemur upp í huga okkar beggja svo til á sama augnabliki: Hvert áttum við að fara með ullina? Það hafði gleymst að skrifa farmbréfið og ekki stafur um hvert farmurinn ætti að fara. Þá voru ekki komnir farsímar í bílana en í þeim voru talstöðvar og Þingeyri Radíó eitt virkasta radíó landsins. Gunnar kallar á Þingeyri Radíó og biður séra Stefán, hinn eina sanna, að athuga fyrir sig hjá Þórarni á Höfða hvert ullarfarmurinn ætti að fara.

Svar kom innan stundar og var svohljóðandi:
„Ullin á að fara til ullarverksmiðju KEA, Akureyri.“

Ég segi nú ekki að við höfum sprungið úr hlátri en við skemmtum okkur vel yfir þessari uppákomu og fórum að hugleiða hvernig við ættum að snúa okkur út úr þessu svo sæmilegt yrði. Aðstoðarökumaðurinn tók nú við akstrinum en Gunnar fór að kanna hvernig best væri að leysa þetta mál og til að byrja með var hugmyndin sú að fá að aflesta ullina í geymsluskúr á Hreðavatni og sinna henni svo síðar í vikunni. Þar sem við vorum í hraðferð sem leysa átti brennivínsþurrð Ísfirðinga, máttum við ekki við miklum töfum. Þessar hugmyndir ræddum við aftur og fram og vorum ekki að velta því mikið fyrir okkur hver endanleg niðurstaða yrði. Brátt fóru að berast hrotur frá Gunnari og ljóst að hann var sofnaður og svaf vært. Mitt hlutverk var að halda bílnum á veginum og umfram allt þokkalegum ferðahraða.“


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31