A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
10.05.2015 - 07:43 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hvar er nú Síðu-Hallur og aðrir hinir bestu menn?

Jón Sigurðsson á Austurvelli fylgist vel með Alþingi. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: BIB
Jón Sigurðsson á Austurvelli fylgist vel með Alþingi. Hann var potturinn og pannan í störfum þess eftir að það var endurreist. Hann var einn af hinum bestu mönnum. Fremstur meðal jafningja. Það má taka hann til fyrirmyndar í hvaða skynsamlegu viðræðum sem er. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Saga Íslands vitnar um það, að þegar vandræði bar að höndum voru oft kallaðir til hinir bestu menn og þeir beðnir að gera um málin.  Þeirra úrskurði  skyldu allir hlíta.

Ljóst er að málefni vor eru komin í ónýtt efni rétt einu sinni. Nú þarf Alþingi að taka rögg á sig og skipa hina bestu menn í dóm. Til dæmis færi vel á að fimm menn úr hverjum landsfjórðungi verði tilnefndir í hann. Alþingismenn, hver um sig, gætu til dæmis kosið leynilegri kosningu þá menn utan þings sem þeir treysta best.

Þeirra eina hlutverk væri að sætta þá deiluaðila sem nú berast á banaspjótum. Og gera það með skynsamlegum viðræðum eins og Síðu-Hallur og þeir forðum. Engar þvinganir eða lög. Þetta mætti vel prófa einu sinni að fornum sið.

Þeir sem eru hlynntir þessari tillögu okkar að vestan ættu að deila henni sem víðast.

    
Hallgrímur Sveinsson

Björn Ingi Bjarnason

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31