19.07.2012 - 21:32 | BB.is
Hvalbeinin risin í Skrúði
Nýjum hvalbeinum hefur verið komið fyrir í jurta- og trjágarðinum Skrúði í Dýrafirði.
Gömlu beinin voru tekin niður haustið 2009 til forvinnslu hjá Náttúrugripasafni Vestfjarða en þau höfðu staðið í garðinum frá fyrri hluta síðustu aldar.
Sama ár barst garðinum ný bein að gjöf frá fyrirtækinu Hval hf., í Hafnarfirði. Sigmundur Fríðar Þórðarson þúsundþjalasmiður á Þingeyri hafði umsjón með verkinu en honum til aðstoðar voru þeir Jón Reynir Sigurðsson, Darius Slatkevicius, Sveinbjörn Halldórsson og Kristján Gunnarsson. Beinin verða formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í ágúst.
Gömlu beinin voru tekin niður haustið 2009 til forvinnslu hjá Náttúrugripasafni Vestfjarða en þau höfðu staðið í garðinum frá fyrri hluta síðustu aldar.
Sama ár barst garðinum ný bein að gjöf frá fyrirtækinu Hval hf., í Hafnarfirði. Sigmundur Fríðar Þórðarson þúsundþjalasmiður á Þingeyri hafði umsjón með verkinu en honum til aðstoðar voru þeir Jón Reynir Sigurðsson, Darius Slatkevicius, Sveinbjörn Halldórsson og Kristján Gunnarsson. Beinin verða formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í ágúst.