19.06.2016 - 12:57 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Hvað heita fossarnir á Dynjanda?
Og er nú tímabært að rifja upp hvað fossarnir á Dynjanda heita. Sumir þeirra bera tvö og jafnvel þrjú nöfn:
Talið ofanfrá eru það:
Dynjandi (Fjallfoss), Hæstahjallafoss, Úðafoss (Strokkur eða Strompur), Göngumannafoss (Göngufoss), Hríðsvaðsfoss, Hundafoss og Bæjarfoss (Sjóarfoss).
Það er sannkölluð fossasimfónía sem náttúran leikur fyrir gesti sína á Dynjanda, misjafnlega hljómmikil eftir árstíðum. Sagt er að niður fossanna þar heyrist lengra en frá nokkrum öðrum fossum á Íslandi.