A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
28.07.2016 - 09:37 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Hvađ er svona hćttulegt viđ Pírata?

Merki Pírata.
Merki Pírata.

Margir telja að Píratar séu eitthvað hættulegir fyrir landið. Þeir muni gera tóma vitleysu þegar þeir koma á þing all margir saman. Þetta er auðvitað tóm della. Íslenska þjóðin þarf ekkert að hika við að kalla ungt fólk til ábyrgðar. Þetta sjá allir menn ef þeir hugsa málið. Unga fólkið þarf að kynnast því hvernig hlutirnir gerast í þjóðlífinu. Til dæmis þarf það að vita að verðmæti sem standa á bak við peningana verða ekki til í bönkum.  Ef það fær ekki að vera með, stendur það álengdar og þá koma vitleysurnar í stríðum straumum. Píratar eru bara stór hluti af unga fólkinu okkar í dag. Eða það höldum við þangað til annað kemur í ljós. Þeir hafa haslað sér völl. Finna sig ekki í fjórflokkunum né viðhengjum þeirra. Hvernig ætli standi á því?  Þeir vilja breyta ýmsu, vonandi ekki bara breytinganna vegna. Gott og vel.

   Píratar segja að fólk sé komið með nóg af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna. Þessi staðhæfing kemur ekki á óvart. Traust þjóðarinnar til Alþingis er rétt fyrir ofan núllpunktinn samkvæmt  Gallup. Ef unga fólkið fær ekki að leggja hönd á plóg við að breyta þessu, hver á þá að gera það? Kannski hinir „æfðu og leiknu“ stjórnmálamenn sjálfir? Ungt fólk í öllum flokkum ætti auðvitað að taka höndum saman og knýja á um breytingar. Fyrir þeim mun upp lokið verða því þeirra er framtíðin.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31