A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
05.04.2016 - 07:08 | bb.is,Vestfirska forlagið

Húsafriðunarsjóður veitir styrki til vestfirskra bygginga

Vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.
Vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.
Listi yfir verkefni sem hlutu styrk úr húsafriðunarsjóði hefur verið birtur á vef Minjastofnunar Íslands, þar er getið um hvaða verkefni hlutu styrk í ár, en innan skamms verður umsækjendum send bréf með nánari upplýsingum, líkt og til hvaða verkþátta styrkur er veittur. Fjöldi umsókna að þessu sinni var 262, en veittir voru 158 styrkir. Til úthlutunar hafði sjóðurinn 131 millj. kr., en sótt var samtals um styrki að upphæð 940 millj. króna. 

Í flokknum friðlýstar kirkjur fengu fjórar kirkjur á Vestfjörðum styrki; Ögurkirkja fékk úr sjóðnum 2,5 milljónir króna, Hagakirkja í Patreksfirði, 2. milljónir, Staðarkirkja í Steingrímsfirði, 1.300 þúsund og Árneskirkja gamla, 150.000. 

Fjölmörg verkefni á Vestfjörðum hlutu öðrum flokkum og má sjá þau hér að neðan og eru allar upphæðir í þúsundum króna: 

Friðlýst hús og mannvirki: 

Faktorshús Neðstikaupstaður 400 Ísafjörður 500 

Edinborgarhúsið Aðalstræti 7 400 Ísafjörður 1.400 

Turnhús Neðstikaupstaður 400 Ísafjörður 300 

Krambúð Neðstikaupstaður 400 Ísafjörður 500 

Friðuð hús og mannvirki: 

Þvergata 3 Þvergata 3 400 Ísafjörður 200 

Sandeyri 400 Ísafjörður 500 

Tangagata 31a Tangagata 31a 400 Ísafjörður 500 

Aldan Fjarðarstræti 38a 400 Ísafjörður 500 

Æðarhreiðragarður Vigur 401 Ísafjörður 500 

Hvilft Önundarfirði 425 Flateyri 500 

Svarta pakkhúsið Flateyri 425 Flateyri 500 

Gamli spítalinn Aðalstræti 69 450 Patreksfjörður 1.500 

Ólafshús Aðalstræti 5 450 Patreksfjörður 1.000 

Valhöll Aðalstræti 84 450 Patreksfjörður 500 

Garðar á Grundabökkum 451 Patreksfjörður 500 

Rafstöðin Við Hnúksá 456 Bíldudalur 500 

Sjóarahús Hvammeyri 460 Tálknafjörður 700 

Vélsmiðja GJS, Hafnarstræti 10 470 Þingeyri 500 

Brekkugata 5 470 Þingeyri 500 

Höll Haukadalur 471 Þingeyri 700 

Önnur hús og mannvirki: 

Herkastalinn Mánagata 4 400 Ísafirði 500 

Vegamót Seljalandsvegur 4a 400 Ísafjörður 400 

Að Naustum - Ellakofi Siglunes 451 Patreksfjörður 500 

Bragginn Brekkugata 4 510 Hólmavík 500 

Síldarverksmiðjan í Djúpavík 520 Árneshreppur 1.000 

Einnig veitti sjóðurinn 700 þúsund til byggða- og húsakönnunar í Vesturbyggð. 
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31