A A A
  • 1935 - Guðmundur Ingvarsson
  • 1949 - Susan Jane Eddy
  • 1964 - Ingibjörg Ósk Vignisdóttir
  • 1980 - Hulda Hrönn Friðbertsdóttir
  • 2003 - Ólafur Þór Ólason
08.08.2016 - 08:21 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós dagsins: - Það fá hjónin Sigmundur F. Þórðarson og Þorbjörg Gunnarsdóttir á Þingeyri

Sigmundur F. Þórðarson.
Sigmundur F. Þórðarson.
« 1 af 2 »

Nú langar okkur að hrósa hjónakornum nokkrum á Þingeyri. Það eru þau Sigmundur F. Þórðason og Þorbjörg Gunnarsdóttir.

   Sigmundur F. Þórðarson er húsasmíðameistari og hefur rekið byggingarstarfsemi á Þingeyri í fjölda mörg ár og haft marga menn í vinnu. Lagt hönd á plóg við mörg hús bæði þar og víðar. Enda lærður hjá Gunnari Sigurðssyni, meistara og arkitekt í Hlíð. Sigmundur er einn af þeim mönnum sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann hefur verið í forsvari fyrir íþróttafélagið Höfrung svo langt aftur sem nokkur maður á Þingeyri man. Ótrúleg þrautseigja formannsins hefur oft komið æsku Þingeyrar til góða. Sjúkraflutningamaður hefur Sigmundur verið í áratugi, en það er starf sem ekki er haft hátt um að jafnaði. Auk þess hefur hann verið óþreytandi að taka þátt í alls konar félagsmálastarfi.

   Þorbjörg Gunnarsdóttir, hún Tobba okkar, stendur þétt með sínum manni og hefur stutt hann dyggilega í öllu hans félagsmálastússi. Auk þess hefur hún sjálf komið þar víða við. Á þessu ári eru 20 ár síðan Íþróttamiðstöðin á Þingeyri var tekin í notkun. Mest af þeim tíma hefur Þorbjörg veitt því fyrirtæki forstöðu. Það hefur hún gert með miklum sóma. Þegar hlutirnir ganga yfirleitt eins og af sjálfu sér í slíkum fyrirtækjum, ber það vott um að yfirstjórnin er í lagi. Forstöðukonan leysir yfirleitt öll mál með bros á vör án þess að nokkur maður taki eftir því. Agi verður að vera í hernum, sagði góði dátinn Svejk stundum. Það eru orð að sönnu. En bestur er aginn þegar enginn verður var við hann, en allt er þó undir kontról! 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30