A A A
10.06.2016 - 21:03 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Hringvegurinn um Vestfirsku Alpana opnađist í gćr, fimmtudag

"Verkfundur hjá vélunum" Ljósm.: Valdemar S. Jónsson.

Í gær, fimmtudag 9. júní 2016, luku þeir félagarnir Gunnar G. Sigurðsson og Valdemar S. Jónsson hjá Græði í Varmadal í Önundarfirði, við að moka fjörurnar undir Skútabjörgum og Sléttubjörgum í Arnarfirði utan Stapadals. Er því hringvegurinn um Vestfirsku Alpana orðinn þokkalega fær jeppum og öðrum slíkum farartækjum að sögn Gunnars. Allt var með hefðbundnum hætti á fjörunum segir hann. Ægir konungur hefur í vetur kastað svipuðum grjóthnullungum upp á land og hann er vanur.      

   Valdemar skrifar okkur eftirfarandi:

Kæri frændi

Hér er mynd af okkur Gunnari á okkar vélum sem var tekin í gær þegar við vorum búnir að opna vegarslóðann um Skútabjörg/Sléttubjörg. Mér datt í hug að kalla hana  „verkfundur hjá vélunum“  þar sem við Gunnsi sjáumst ekki á henni. Svo er hitt að á þeim átta eða níu árum sem ég hef tekið þátt í þessari vinnu með Gunnsa, hef ég einu sinni séð á þessari leið eitt hræ af ref en nú bregður svo við að ég sá þrjá refi á hlaupum á þessum tveim dögum. Það hvarflar að mér sá grunur að það verði einhver afföll af lömbum á þessu svæði í sumar.

Með bestu kveðju,

Valdemar S. Jónsson

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30