A A A
  • 1902 - fćddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafía Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Friđfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnús Freyr Jónasson
06.03.2016 - 21:52 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Hreppstjórakrónika úr Dýrafirđi

Gary Cooper var hreppstjóri í sinni sveit í hinni frćgu kvikmynd High Noon. Honum veitti ekkert af ađ hafa byssuna til taks. Hinir íslensku sheriffar myndu ekki ţurfa á slíkum verkfćrum ađ halda!
Gary Cooper var hreppstjóri í sinni sveit í hinni frćgu kvikmynd High Noon. Honum veitti ekkert af ađ hafa byssuna til taks. Hinir íslensku sheriffar myndu ekki ţurfa á slíkum verkfćrum ađ halda!

Sú var tíðin að hreppstjórar voru í hverri sveit á Íslandi. Var svo um aldir. Þeir heyra nú sögunni til. En nú hafa spekingar þrír í Dýrafirði komið fram með tillögu um að endurreisa þessi gömlu embætti. Á algjörlega nýjum grunni sem nokkurs konar ferðamálahreppstjórar.

Þeir segja:

   Gömlu hreppstjóraembættin verði endurreist  ferðafólki til aðstoðar. 100 hreppstjórar verði nokkurs konar svæðisumsjónarmenn. Með lögregluvald samkvæmt erindisbréfi. Gjörkunnugir og hæfir menn af báðum kynjum yrðu ráðnir í fullt starf eftir auglýsingu þar um. Lögreglustjórar eða sýslumenn yrðu yfirmenn þeirra. Þeir væru ekki með byssur við lendar eins og sheriffarnir í villta vestrinu.
Nei, en lögreglustjörnu hefðu þeir í barmi og kannski hreppstjórahúfu. Hefðu heimild til að sekta þá á staðnum sem ekki virða lög og reglur. Hreppstjórar gætu orðið mjög gagnlegir og vinalegir tengiliðir við ferðafólkið. Væru til staðar  og hefðu kontról hver á sínu svæði og myndu spara lögreglunni mörg sporin. Hún hefur í nógu öðru að snúast. Ferðamennirnir myndu finna að við berum umhyggju fyrir þeim! Þetta gæti orðið fordæmi á heimsvísu.

Áætlaður kostnaður á ári við 100 hreppstjóraembætti 1 milljarður. Og það sem meira er: Erlendu ferðamennirnir greiða sjálfir þann kostnað, sbr. tillögur um Íslandsgjald sem margir hafa nefnt á liðnum árum.  
« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30