A A A
07.05.2015 - 21:25 | skutull.is

Hrafnseyrarheiðin opin eftir 153 daga lokun

Útsýni af Hrafnseyrarheiði er tignarlegt. Ljósmynd.  Björn Davíðsson
Útsýni af Hrafnseyrarheiði er tignarlegt. Ljósmynd. Björn Davíðsson
Eftir 153 daga lokun er Hrafneyrarheiðin opin fyrir umferð á ný. Unnið hefur verið að snjómokstri á heiðinni undanfarnar tvær vikur og á mánudag náðist að opna yfir í Arnarfjörð. Á upplýsingavef Vegagerðarinnar er Hrafnseyrarheiði nú sögð opin í fyrsta sinn frá því 5. desember.  Dynjandisheiði er enn sögð ófær, en vonast er til að hún opni fyrir vikulok. Þá loksins er komin sumaropnun á milli helstu byggða á Vestfjörðum, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.

Minna má á að Dýrafjarðargöng myndu ekki aðeins koma í stað Hrafnseyrarheiðar, heldur munu þau stytta leiðina um 27 kílómetra. Samkvæmt gildandi langtímaáætlun í samgöngumálum á að bjóða út gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á næsta ári og framkvæmdir að hefjast í kjölfarið. Ný samgönguáætlun var ekki lögð fram á Alþingi í vetur, einsog ráð var fyrir gert. Hún verður lögð fram næsta haust og þá verða Vestfirðingar að vera vel á verði, til að tryggja að byrjað verði á framkvæmdum á settum tíma.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30