A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
01.11.2017 - 06:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Jakob Ágúst Hjálmarsson,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrafnseyrargöng: - Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Ég ók á leið minni um Vest­f­irði um dag­inn út Arn­ar­fjörð og sá hvar kom­inn var munni nýrra jarðganga þar. Ég fagna þess­um fram­kvæmd­um og vænt­an­leg­um vega­bót­um á Dynj­and­is­heiði og jafn­vel í Suður­fjörðum. Mér finnst vega­gerð yf­ir­leitt og sér­stak­lega ganga­gerð vera mik­il­væg­ur þátt­ur land­náms á Íslandi og með því búið í hag­inn fyr­ir ókomn­ar kyn­slóðir.

Ég hef séð með eig­in aug­um hversu mjög Vest­fjarðagöng­in hafa breytt byggðafor­send­um í Ísa­fjarðar­sýsl­um, opnað landið og greitt sam­göng­ur til aðfanga, út­flutn­ings og menn­ing­ar­sam­skipta. Og því veit ég að göng­in nýju eiga eft­ir að valda stór­felld­um um­bót­um.

En sem ég ók út Hrafns­eyr­ar­hlíðina þá hugsaði ég að nú vær­um við að víkja vegi frá menn­ing­arstaðnum mesta sem við eig­um vestra, sjálfri Hrafns­eyri, fæðing­arstað þjóðhetj­unn­ar Jóns Sig­urðsson­ar og bú­stað Hrafns Svein­bjarn­ar­son­ar, land­námsstaðar­ins þar sem Grelöð fann forðum ilm úr grasi.

Öll voru þau fram­fara­s­inn­ar. Jón reit margt um fram­kvæmd­ir og at­vinnu­háttu í því skyni að örva til fram­fara. Hann hefði glaðst yfir öll­um þess­um vega­bót­um með efl­ingu mann­lífs og at­vinnu­rekst­urs.

Það er því miður ef fram­kvæmd­in ger­ir það að verk­um að Hrafns­eyr­ar verði miður minnst og sjaldn­ar heim­sótt eft­ir að hún verður ekki leng­ur í þjóðbraut. Því vil ég benda á ágæta leið til þess að halda nafni Hrafns­eyr­ar meir á lofti og minn­ingu þeirra sem þar gengu um garða og að fleiri víki af leið sinni til þess að heim­sækja staðinn. Lát­um göng­in heita Hrafns­eyr­ar­göng!

Dýrfirðing­ar hafa verið manna dug­leg­ast­ir við að rækja minn­ingu Jóns en all­ir Vest­f­irðing­ar sækja staðinn þegar mikið er við haft, síðast á Hrafns­eyr­ar­hátíðinni 2011, og heiðra sög­una og minn­in sem Hrafns­eyri eru bund­in. Hugsið um þetta, góðir lands­menn, og þið sem ráðið þess­um mál­um. Hafið gjarn­an sam­keppni um svona nöfn.

 

Séra Jakom Ágúst Hjálmarsson

Höf­und­ur er frá Bíldu­dal.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30