A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
09.09.2015 - 06:33 | Hallgrķmur Sveinsson

Hrašsamtališ: - Pósturinn Pįll į Žingeyri?

Patrekur Žór Agnarsson póstur viš embęttisbķlinn. Ljósm.: H. S.
Patrekur Žór Agnarsson póstur viš embęttisbķlinn. Ljósm.: H. S.

Pósturinn Páll á Þingeyri er sko ekki pósturinn Páll! Heldur er það Patrekur Þór Agnarsson, 20 ára yngissveinn.

Hvaðan ert þú ættaður, Patrekur?

Ég er frá Ísafirði. Faðir minn er þaðan og móðir mín er frá Tálknafirði.

Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá Íslandspósti?

Byrjaði um síðustu áramót og hætti svo um þau næstu.

Nú. Hvað kemur til?

Ég er að fara í tækninám í svokölluðum tölvugeira.

Hvað berðu út póst á stóru svæði?

Fer frá Ísafirði í sveitina frá Holti inn í Önundarfjörð og svo er það allur Dýrafjörður.

Var ekki oft erfitt í vetur?

Jú, það var ansi strembið stundum. Annars er þetta bara fínt starf.

Hvernig líst þér Ísland í dag?

Svona la la miðað við kosti og galla. 

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31