A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
Bastían bæjarfógeti.
Bastían bæjarfógeti.
« 1 af 3 »

-         Er ekki allt gott að frétta úr Kardimommubæ?

-         Jú, jú, allt í góðum gír eins og strákarnir segja.

-         Hvað eru margir íbúar í bænum núna?

-         Hef nú ekki talið það alveg nýlega. Það er svipað og á Þingeyri, svona 250 manns að ég held.

-         Er nóg atvinna í bænum núna?

-         Það er nóg að gera hjá fólkinu. Við rekum bakarí, sláturhús með pylsuframleiðslu og svo er frystihúsið opið stundum eins og á Þingeyri. En við þurfum náttúrlega fjölbreyttara atvinnulíf, léttan iðnað og svona. Við þurfum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið! Kannast þú nokkuð við það orðalag?

-         Er mikið af ræningjum á svæðinu?

-         Það er alla vega vitað um þrjá sem hafa brauðfætt sig með ránsferðum.

-         Er eitthvað af óþekkum krökkum í þínu umdæmi?

-         Það er svona einn og einn. En mér tekst að laga margt með góðmennskunni.

-         Fer ekki unga fólkið allt í burtu?

-         Jú. En það kemur stundum aftur. 

-         Er ekki skóli í Kardemommubæ?

-         Jú, jú, fínn skóli.

-         Er Soffía frænka stundum erfið?

-         Já, hún er ekki allra. Hún er góð sál, en nokkuð hvatvís útávið. Svo rekur hún tímakennslu fyrir litlu krakkana. Lætur þau stafa. Þar kennir hún Gagn og gaman, Litlu gulu hænuna og Unga litla, eins og við lærðum, manstu?

-         Er annars nokkuð um að vera í bænum?

-         Já, já. Við höfum til dæmis stundum hátíðir fyrir alla fjölskylduna sem við köllum Kardimommuhátíðir. Þá er mikið fjör.

-         Hvað er að frétta af Tobíasi í Turninum?

-         Tobías er aldursforsetinn okkar og veðurathugunarmaður, orðinn 75 ára. Við héldum honum veislu um daginn og færðum honum gjafir. Hann stendur sig fínt kallinn.

-         Þarft þú að hugsa mikið, Bastían bæjarfógeti?

-         Já, já. Og stundum þarf ég að hugsa strax og alveg á stundinni!   

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31