A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Kristján Gunnarsson á vettvangi með reykskynjara. Besta tryggingin segir hann. Ljósm.: H. S.
Kristján Gunnarsson á vettvangi með reykskynjara. Besta tryggingin segir hann. Ljósm.: H. S.

Kristján Gunnarsson frá Hofi, vélsmíðameistari á Þingeyri, lét af starfi slökkviliðsstjóra eða liðsstjóra eftir sameiningu við Ísafjarðabæ.eins og það kallast í dag, um áramótin.

-Var þetta þegnskylduvinna, Kristján?

-Já. Það var hreppsnefndin sem tilnefndi menn í slökkviliðið framan af, voru skipaðir í slökkvilið og ekki hægt að neita nema ef læknisvottorð segði annað. Og í þetta þurfti að velja hrausta og fríska menn sem voru svo æfðir í þessum slökkviliðsstörfum. Ekki var verra að þeir væru vélbúnaði kunnugir svona  (mechanical).

Var eitthvað greitt fyrir þetta starf ?

 Liðsstjórinn á Þingeyri var með síðast í laun 15% af lægstu mánaðarlaunum hjá Ísafjarðarbæ. Liðsmenn eiga að fá svo greitt við útköll og æfingar. Þetta starf hefur aldrei verið metið mikilvægt.Viðhorfið virðist vera, það gerist ekkert hjá okkur.

-Var aldrei kvenmaður í liðinu hjá þér?

-Nei. Mönnum datt það bara ekki í hug að skipa konur í þetta og eingin sóttist eftir því.

- Hver var slökkviliðsstjóri á undan þér?

-Það var Tómas Jónsson, skólastjóri.

-Hvað með æfingar?

-Þær voru einstaka sinnum áður, en á því tímabili sem Brunamálastofnun var til þá komu þeir árlega til okkar með sérstakan gám og æfðu okkur í reykköfun ásamt öðru. Þetta var mjög gott þá, en svo var sú stofnun lögð niður og Mannvirkjastofnun tók við og sú stofnun  hefur ekki sinnt þessum málum. Engar slíkar æfingar síðan. En við höfum tekið þátt í flugvallaræfingum  til að vera viðbúnir ef flugslys verður. Við erum nokkuð vel  búnir tækjum í dag miðað við þegar ég byrjaði með gamla Rússann sem er núna komin á safn. Erum með öflugan dælubíl og 10.000 litra tankbíl, höfum alltaf átt reykköfunartæki kúta með venjulegu lofti. Ekki bara súrefni eins og sumir halda.

-Er þetta erfitt starf?

Já fyrir slökkviliðsmenn og er í raun hættulegasta starf í heimi.

   Fyrir liðstjórann er aðallega það að hann er alltaf á bakvakt. Þarf alltaf að vera viðbúinn hinu versta og bera ábyrgð á að tækin séu í lagi þegar á þarf að halda og meta fljótt álitlegar aðfeðir gegn eldinum við sína menn  Maður er oft með hugann við þetta  meira og minna. Það fylgir þessu mikil ábyrgð, meiri ábyrgð og áhyggjur en toppar bæjarfélagsins hafa. Það er til dæmis ekki gott ef slökkviliðsbíllinn fer ekki í gang ef eldsvoði verður! Hverjum verður þá kennt um?

-Hafa brunar verið mjög tíðir á þinni vakt?

-Sem betur fer ekki. Við höfum sloppið nokkuð vel, fyrir utan mjög dapurlegan atburð í bruna. Það tók verulega á sálartetrið. Þá minni ég á reykskynjarana sem er  besta líftrygging við eldsvoða. Þá voru sjúkraflutningar einnig á dagskrá áður með einkabílum en hefur aldrei verið á vegum slökkviliðs. Á síðari árum hefur Rauði krossinn séð um þann þátt með sjúkrabíl á staðnum og samning við jafnvel sömu menn sem annast það.

 

   Nýr liðsstjóri slökkviliðsins á Þingeyri er Halldór Gíslason, sonur hjónanna á Dýrhól. Við munum að sjálfsögðu ræða við hann síðar.   

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31