A A A
13.05.2015 - 17:19 | Hallgrímur Sveinsson,Hrađsamtaliđ

Hótel Sandafell opnar 15. maí

Eiríkur Eiríksson.
Eiríkur Eiríksson.
« 1 af 2 »

Við slógum á þráðinn til Eiríks Eiríkssonar á Felli í Mýrahreppi.

Hann hefur varið tugum milljóna króna í að endurbyggja hús á Þingeyri á undanförnum árum. Og það eiginlega án þess að nokkur maður hafi tekið eftir. Meðal þeirra húsa er hús Kaupfélags Dýrfirðinga, sem faðir hans, Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri, byggði fyrir kaupfélagið. Þar rekur Eiríkur yngri nú Hótel Sandafell.


Hvenær skal opna?

15. maí á slaginu


Hvað með starfsfólk?

Það verða þetta 3-4 í starfi hjá mér í sumar, svona eftir aðsókn. Hótelstjóri verður Bergþóra Haukdal Hákonardóttir, ættuð úr Haukadal auðvitað. Og Pálína Farestveit er aðstoðarhótelstjóri.


Hvernig líst kalli svo á sumarið?

Bara vel. Það eru komnar á fjórða hundrað pantanir.


Hvernig líst þér á málefni ferðaþjónustunnar í dag?

Opinberir aðilar mættu gera meira fyrir dreifbýlið. Agitera meira.


Græðir þú mikið á Hótel Sandafelli?

Þetta er nú bara eins og hver önnur þjónusta. Reyni að gera þetta vel. Maður er nú ekki alltaf að spá í gróðann, frekar en til dæmis bókaútgefandinn! 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31