A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
09.08.2015 - 09:53 | Hallgrímur Sveinsson

Hollendingarnir hjólandi

Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessum geðþekku hjólandi Hollendingum. Ljósm.: H. S.
Auðvitað láðist okkur að spyrja um nöfn á þessum geðþekku hjólandi Hollendingum. Ljósm.: H. S.

Mikið er um hjólreiðafólk á Vesturleið

Í sumar hefur verið mikið um puttalinga, sem kallaðir eru, á Vesturleið. Einnig er algengt að sjá fólk á reiðhjólum, að maður tali nú ekki um mótorhjólin. Þau hafa nú ábyggilega verið nokkur hundruð það sem af er.

   Í morgun hittum við hollenskt hjólreiðapar fyrir utan sjoppuna hjá henni Diddu á Þingeyri. Tókum þau aðeins tali. Sögðust þau hafa verið um fjórar vikur á Íslandi og hjólað hingað vestur. Ætluðu á Ísafjörð og svo aftur suður í næstu viku. Þurftu að mæta til vinnu sinnar í Hollandi.

   Talið barst að hinu flata Hollandi og hvernig Hollendingar hafa náð sér í land frá  Ægi konungi og eru enn að. Um 25% af Hollandi er neðan sjávarmáls og landið því umlukið sjóvarnargörðum. Stærð þess í dag er 41,548 ferkílómetrar. Tæplega helmingur Íslands. Íbúar rúmlega 6 milljónir.

   Talið barst að flóðunum miklu 1953 þegar stór hluti sjóvarnargarðanna brast.  Þá réttu Íslendingar Hollendingum hjálparhönd af fátækt sinni. Þetta höfðu Hollendingarnir hjólandi heyrt talað um. Vorum við sammála um að þjóðirnar ættu að hjálpa hver annarri þegar eitthvað bjátaði á. Hollendingar eru vinir okkar og þessir tveir fulltrúar þeirra einkar geðugt fólk.  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30