19.04.2011 - 20:06 | JÓH
Hlaupahátíð í sumar
Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin í þriðja sinn nú í sumar og fer fram dagana 15. - 17. júlí. Hátíðin varð til árið 2009 þegar Óshlíðarhlaup og Vestugötuhlaup fóru í fyrsta sinn fram á sömu helgi. Í fyrra bættust fjallahjólreiðar við hlaupahátíðina, og í ár verður boðið upp á nýja vegalengd í Vestugötuhlaupinu auk sjósunds og þríþrautar.
Nánari upplýsingar um hlaupahátíðina er að finna á nýjum vef hátíðarinnar, www.hlaupahatid.is en opnað verður fyrir skráningu á allra næstu dögum.
Nánari upplýsingar um hlaupahátíðina er að finna á nýjum vef hátíðarinnar, www.hlaupahatid.is en opnað verður fyrir skráningu á allra næstu dögum.