A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
12.07.2012 - 23:52 | JÓH

Hlaupahátíð að hefjast

Frá skemmtiskokkinu á Þingeyri í fyrra. Mynd: Gunnar Þórisson.
Frá skemmtiskokkinu á Þingeyri í fyrra. Mynd: Gunnar Þórisson.
Íþróttafólk verður áberandi í Dýrafirði um helgina en á morgun, föstudag, hefst Hlaupahátíð á Vestfjörðum. Hátíðin fer fram með svipuðu sniði og fyrri ár en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Á morgun verður keppt í sjósundi við Neðstakaupstað á Ísafirði, og annað kvöld verður keppt í Óshlíðarhlaupinu. Á laugardag fer fram fjallahjólreiðakeppni í Dýrafirði, þar sem hjóluð er 55 km leið um skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og skemmtiskokk á Þingeyri, þar sem hægt er að velja um tvær vegalengdir. Þá verður einnig boðið upp á útiyoga við íþróttamiðstöðina á Þingeyri að keppni lokinni. Hátíðinni lýkur svo á sunnudag með Vesturgötuhlaupi þar sem keppt er í þremur vegalengdum. Í liðinni viku var undirritaður samningur milli forsvarsmanna Hlaupahátíðarinnar og Íslandsbanka þar sem bankinn mun verða aðalstyrktaraðili hátíðarinnar næstu fimm árin. Þá var einnig skrifað undir samning við Ölgerðina, sem ætlar að sjá hátíðinni fyrir drykkjum næstu þrjú árin. Frekari upplýsingar um hátíðina og einstaka viðburði er að finna hér og á heimasíðu Hlaupahátíðarinnar.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30