A A A
  • 2001 - Monika Janina Kristjánsdóttir
09.07.2015 - 07:09 | BIB,skutull.is

Hlaupahátíð á Vestfjörðum um aðra helgi

M.a. verður farið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði.
M.a. verður farið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði.
« 1 af 2 »
Hlaupahátíð á Vestfjörðum fer fram í sjöunda sinn helgina 17.-19. júlí 2015.

Hátíðin hefst með keppni í sjósundi og Arnarneshlaupi. Sjósundið fer fram við aðstöðu Siglingaklúbbsins Sæfara í Neðstakaupstað á Ísafirði. Keppt verður í 500 og 1.500 metra sjósundi.

Á hlaupatíðinni hefur hingað til verið hlaupið um Óshlíð frá Bolungarvík, en vegna þess hve hrunið hefur úr veginum um Óshlíðina hefur í staðinn verið tekin upp ný hlaupaleið frá frá Súðavík og út á Ísafjörð, svokallað Arnarneshlaup.

Laugardaginn 18. júlí verður hjólreiðakeppnin, 55 kílómetra leið um Svalvogahringinn í Dýrafirði og Arnarfirði. Sama dag verður keppt í skemmtiskokki og skemmtihjólreiðum á Þingeyri.

Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum lýkur á sunnudeginum með Vesturgötuhlaupinu, en þá er hlaupið frá Þingeyri 10, 24 og 45 kílómetra hlaup.

Um 300 manns hafa tekið þátt í Hlaupahátíð á Vestfjörðum síðustu ár og má búast við að það verði ekki færri þetta árið.

Hægt er að skrá sig til leiks 
hér á heimasíðu Hlaupahátíðarinnar.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31