A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
23.11.2009 - 22:52 | JÓH

Hjónaballsvísur 2009

Hjónaballsnefndin að taka lagið
Hjónaballsnefndin að taka lagið
Hjónaballið var haldið í 75. sinn þann 7. nóvember sl. og þótti takast vel til. Vísur um Hjónaballsnefndina ár hvert eru orðinn fastur liður af Hjónaballinu og eru vísurnar í ár birtar í heild sinni hér. Höfundur þeirra er Líni Hannes.

Fölnaðar rósir og fallið er lauf
Framundan skammdegis tilveran grá
Það blikar í ljós þó að birtan sé dauf
og blundar Í hjörtunum ólgandi þrá

 

Hjónaball árlegt er haldið í kvöld

Hljómsveitin danslögin syngur og leikur
Víst er að hér verður gleði við völd
Við dillandi tónlist og ljúfengar steikur

 

Hann Ómar með formensku í ráðinu fer

Fjölmörgum verkefnum þarf jú að sinna
Þá fékk hann í lið með sér framsækinn her
Og fól mér í hendingum, liðið að kynna

 

Frúin var einnig til formennsku skráð
Fara þau saman með stjórnina og völdin
En Guðrún þó hefur í hendi öll ráð
Og hjartað slær örar í húminu ákvöldin

 

Ragnar á einnig í ráðinu stól
Reykar nú hugur að harðfisk og kvóta
Í klofið hann keypti sér kraftmikið tól
kveðst vilja frelsis og náttúru njóta


Ef Snædísi langar að fara á flakk
frjálslega um veginn og landið sitt þjóta
Þá beislar hún kraftinn í blikk fagra-Blakk
og blíð verður nótt eftir ökuferð skjóta

 

Bergur er einnig á blaðinu hér
Brosandi gengur með viljann til starfa
Í exel og multiplan margfróður er
Og tölvur má nota til ýmissa þarfa

 

Og Emma á líka með ráðinu leið
Lætur að bóndaum ástar orð hlý
Þau fengu sér nýlega sjálfrenni reið
Sem hægt er að sofa og svoleiðis í

 

Af Eirík á Felli að segja er fátt
Sem farmaður sigldi um ólgandi dröfn
Vinurinn hefur þá vafalaust átt
Vingott við "Guggurnar " í hverri höfn

 

Mary frá Hjarðadal má enn um sinn
mannsefni n láta, jú eftir sér bíða
Með vonblik í auga og brosvipru á kinn
Blönduð er þráin af spennu og kvíða

 

Lára var einnig í verkefnið valin
Vakir í brjóstinu brennandi þrá
Léttstíg og brosandi svífur um salinn
Af sjónum mun Einar sinn bráðlega fá

 

Á ólgandi hafinu er Einar að fást
Við ýsur og þorska ,sem þar er að finna
En heima er beðið með brennandi ást
Best er að láta hér ljóðinu linna.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30