A A A
  • 1958 - Birgir karlsson
04.05.2015 - 08:47 | Björn Ingi Bjarnason

Hérađskólinn ađ Núpi og skólaslitin 1965

Núpur í Dýrafirđi. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirđi. Ljósm.: BIB
« 1 af 4 »

Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði var slitið s.l. þriðjudag (18. maí 1965).

Við þá athöfn var afhjúpuð brjóstmynd af Birni Guðmundssyni fyrrum kennara og skólastjóra Núpsskóla. Skólaslitin hófust með guðsþjónustu í Núpskirkju að viðstöddu fjölmenni. Sr. Lárus Guðmundsson prestur í Holti prédikaði.


Að messu lokinni hófust skólaslitin í samkomusal skólans. Var fyrst sunginn sálmur, en síðan flutti Arngrímur Jónsson skólastjóri skólaslitaræðu.


Um skólastarfið sagði hann m.a.: Skólinn hófst með fyrra móti s.I. haust. Eldri bekkirnir komu í skólann 4. október og yngri bekkirnir 12. október.

Nemendur voru í upphafi skólaárs 121 og starfaði skólinn í 4 bekkjardeildum eins og undanfarin ár. Á heimavistum voru 118 nemendur, 3 í heimangöngu.


Kennslugreinar voru að mestu þær sömu og undanfarna vetur. Kristinfræðikennsla féll þó niður í vetur við brottför sr. Stefáns Lárussonar. Aukin var kennsla í vélritun og starfsfræðslu. Í stórum dráttum gekk skólastarfið eðlilega og engar farsóttir hafa herjað skólann.


Námsárangur í sumum bekkjanna hefur samt oft verið betri á undanförnum árum. Margar ástæður má færa fyrir því, að svo fór, en ég tel árangursríkara að horfa fram á veginn og leita úrbóta.

Eitt af því, sem óhjákvæmilegt reynist, er að setja lágmarkseinkunnir í bóklegum greinum milli bekkja og er þetta nýmæli. Einkunn verður 5 í bóklegum greinum eftir aðskyldunámi lýkur.


Skólinn er mjög þröngt setinn og ekki vanþörf á að fá hið nýja hús, sem hér er að rísa, í notkun sem allra fyrst. Byggingaframkvæmdir hafa gengið mjög vel og var húsið því sem næst fokhelt í fyrrahaust,

eða ári á undan fjárveitingaáætlunum ríkisins. — Eru því jafnvel horfur á, að lítið verði unnið í sumar. Nú er unnið að uppdrætti af skólastaðnum og tillögum til skipulagningar skólalóðarinnar.


Skólastjórinn afhenti síðan verðlaun til nemenda, sem skarað höfðu fram úr.


Guðrún Gunnarsdóttir, Bíídudal, hlaut viðurkenningu úr sjóði Sighvatar Grímssonar Borgfirðings fyrir þekkingu á íslenzkri sögu og bókmenntum, Jón Ásbergsson, Patreksfirði, hlautviðurkenningu úr sjóði Guðm. G. Hagalín fyrir þekkingu og meðferð á íslenzku máli og viðurkenningu úr sjóði SvanfríðarKristóbertsdóttur, Súðavík, hlaut Helga Jóakimsdóttir, Hnífsdal.

Einnig hlutu margir nemendur viðurkenningu fyrir umsjónarstörf.

Jafnframt afhenti Sigurður R. Guðmundsson íþróttakennari allmörgum nemendum viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum.


Formaður skólafélagsins, Erlingur Óskarsson, Súgandafirði, flutti þakkir til skólastjóra og Sigurðar fyrir aðstoð við félagsstarfið í vetur og árnaði skólanum velfarnaðar.


Arngrímur skólastjóri lýsti síðan úrslitum prófa.


I. bekkjar próf þreytti 31 nemandi. Hæstu einkunnir hlutu Sigríð-ur Óskarsdóttir, Súgandafirði, 8,23 og Guðrún
Jóhannesdóttir, Súgandafirði, 8,10.


II. bekk luku 35 nemendur prófi. Hæstu einkunnir hlutu Höskuldur Höskuldsson, Þingeyri, 7,78 og Vilborg Guðmundsdóttir, Höfða, 7,74.


Gagnfræðapróf i lauk 21 nemandi og urðu hæstar Helga Jóakimsdóttir, Hnífsdal, 8,30 og Guðrún Gunnarsdóttir, Bolungarvík, 8,26.


Landspróf og miðskólapróf þreyttu 24 nemendur. Náðu 14 þeirra landsprófi. Hæstu einkunnir hlutu í landsprófsgreinum Jón Ásbergsson, 7,87 og í miðskólaprófsgreinum 7,83 annar varð Björn Björnsson, hlaut 7,53 í landsprófsgreinum og 7,75 í miðskólaprófsgreinum.


Er skólastjóri hafði lýst úrslitum prófa og afhent prófskírteini, var afhjúpuð brjóstmynd af Birni Guðmundssyni og er sagt frá því á öðrum stað í blaðinu.

Blaðið Vesturland 21. maí 1965 – Ritstjóri Högni Torfason

 

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30