A A A
24.06.2008 - 00:25 | Fréttablađiđ

Hemmi hefur áhyggjur af safninu á Hrafnseyri

Hrafnseyri.
Hrafnseyri.
Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, hefur áhyggjur af fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri. En 200 afmæli Jóns er rétt handan við hornið. „Safnið á Hrafnseyri er barn síns tíma," segir Hermann Gunnarsson - Hemmi Gunn. Senn líður að 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og hefur Hemmi áhyggjur af því að safnið á fæðingarstað Jóns, Hrafnseyri, verði ekki í nægilega góðu ástandi þegar afmælið gengur í garð hinn 17. júní 2011. „Það hefur alltaf staðið til að gera þetta upp. Davíð Oddsson var ákafur um að þetta yrði gert þegar hann var forsætisráðaherra. Síðan var skipuð nefnd og hún á að skila hugmyndum fyrir árslok. Ég bíð bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því," segir Hemmi.

Hemmi bindur miklar taugar til safnsins á Hrafnseyri enda Vestfirðingur. „Ég var safnsstjóri þarna í tvö sumur. Þar komst ég að því að útlendingar vita meira um Jón Sigurðsson en Íslendingar," segir Hemmi og telur það afar sorglegt. „Mér er mjög umhugað um að Íslendingar kynnist þessari frelsishetju okkar, sem var mikill heimsmaður og stórhuga."

 

Hemmi segir að Íslendingar eigi að vera stoltir af Jóni og þess vegna búa minningu hans almennilegt safn. „Síðan hafa Rússar skáhallt á móti áform um að reisa olíuhreinsunarstöð. Ég held að það væri betra að líta okkur aðeins nær. Það er náttúrufegurðin sem dregur alla til Vestfjarða og auk þess eigum við að gera Jóni hátt undir höfði. Ég verð ekki í rónni fyrr," segir Hemmi.

 

Hallgrímur Sveinsson var staðarhaldari á Hrafnseyri í fjörutíu ár. Hann lét af störfum árið 2005. Valdimar Halldórsson tók við af honum og gegnir meðal annars starfi staðarhaldara og safnvarðar. Valdimar er á Hrafnseyri frá maí fram í október en Hemmi telur nauðsynlegt að manna safnið allan ársins hring og lyfta því á hærri stall. Ekki dugi að halda minningu Jóns einungis á lofti með mynd á fimmhundruðkróna seðlinum. „Sem hríðfellur og fellur," segir Hemmi og hlær sínum vinalega hlátri.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31