16.03.2015 - 22:25 | BIB,Fjórðungssamband Vestfirðinga
Heildaríbúafjöldi svipaður, en mikill munur milli svæða
Hagstofa Íslands hefur birt nýjar íbúatölur fyrir 1. janúar 2015. Heildarniðurstaðan er að skráðum íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tvo á síðasta ári, en þar er þó ekki nema hálf sagan sögð. Þannig fækkar íbúum í fjórum af sveitarfélögunum, þar af um 33 í Strandabyggð, 27 í Bolungarvík, 10 í Ísafjarðarbæ og 3 í Reykhólahreppi. Á meðan fjölgar íbúum í hinum fimm, um 1 í Árneshreppi, 2 í Súðavíkurhreppi, 7 í Kaldrananeshreppi, 8 í Tálknafjarðarhreppi og 53 í Vesturbyggð þar sem íbúar eru nú orðnir 1002.
Íbúafjöldi 1. jan. 2015 - sveitarfélög
Ísafjarðarbær 3.629
Vesturbyggð 1.002
Bolungarvík 923
Strandabyggð 473
Tálknafjarðarhreppur 305
Reykhólahreppur 268
Súðavíkurhreppur 204
Kaldrananeshreppur 112
Árneshreppur 54
1. jan. 2015 - þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum
Ísafjörður 2.525 (-2)
Bolungarvík 906 (-27)
Strjálbýli á Vestfjörðum 720 (-12)
Patreksfjörður 682 (+20)
Hólmavík 337 (-36)
Tálknafjörður 286 (+8)
Suðureyri 278 (+7)
Þingeyri 252 (+5)
Flateyri 206 (+2)
Bíldudalur 196 (+25)
Hnífsdalur 194 (-9)
Súðavík 173 (+2)
Reykhólar 132 (+3)
Drangsnes 83 (+12
Fjórðungssamband Vestfirðinga
http://www.fjordungssamband.is/