04.11.2010 - 11:22 | bb.is
Hausttónleikar á Þingeyri
Tónlistarnemar á Þingeyri bjóða til hausttónleika í Félagsheimilinu kl. 18 í dag. Um er að ræða árvissa tónleika hjá útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar. Dagskráin er fjölbreytt, einleikur, samleikur og samsöngur og í lokin leika allir eitt lag saman. Tónleikarnir eru í umsjón tónlistarkennaranna Kristu og Raivo Sildoja. Allir eru velkomnir á tónleikana.