22.09.2011 - 10:15 | JÓH
Haustleikferð Kómedíuleikhússins á Veitingahorninu
Kómedíuleikhúsið sýnir tvær sögulegar leiksýningar á Veitingahorninu í kvöld. Sú fyrri heitir Jón Sigurðsson strákur að vestan, og sú seinni heitir Bjarni á Fönix. Hægt er að lesa nánar um leiksýningarnar á heimasíðu Kómedíuleikhússins. Sýningarnar byrja kl. 20:00 og miðaverð er aðeins 1900 kr. (posi á staðnum).