23.08.2015 - 08:28 | BIB,skutull.is
Halla Ólafsdóttir ráðin frétta- og dagskrárgerðarmaður á Vestfjörðum og Vesturlandi
Halla Ólafsdóttir var í vikunni ráðin í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu á Vesturlandi og Vestfjörðum. Halla verður með aðsetur á Ísafirði. Hún er menntuð í kvikmyndagerð og hefur unnið við gerð bæði stuttmynda og heimildarmynda. Halla mun flytja fréttir af Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þess að vinna dagskrárefni fyrir útvarp.
RÚV tilkynnti fyrir stuttu um ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á fréttastofu RÚV á landsbyggðinni. Auk Höllu var Þórgunnur Oddsdóttir ráðin í starf dagskrárgerðarmanns á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. Hún mun fyrst og fremst vinna efni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann. Þá var Samúel Örn Erlingsson ráðinn frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV á Suðurlandi. Samúel hefur áratuga reynslu sem fréttamaður, lengst af sem íþróttafréttamaður RÚV. Samúel bauð sig fram til Alþingis fyrir hönd Framsóknarflokksins í kosningunum 2007 og var varaþingmaður flokksins á kjörtímabilinu 2007 til 2009. Samúel Örn verður með aðsetur á Hellu.
RÚV tilkynnti fyrir stuttu um ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á fréttastofu RÚV á landsbyggðinni. Auk Höllu var Þórgunnur Oddsdóttir ráðin í starf dagskrárgerðarmanns á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri. Hún mun fyrst og fremst vinna efni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann. Þá var Samúel Örn Erlingsson ráðinn frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV á Suðurlandi. Samúel hefur áratuga reynslu sem fréttamaður, lengst af sem íþróttafréttamaður RÚV. Samúel bauð sig fram til Alþingis fyrir hönd Framsóknarflokksins í kosningunum 2007 og var varaþingmaður flokksins á kjörtímabilinu 2007 til 2009. Samúel Örn verður með aðsetur á Hellu.
„Þessir nýju starfsmenn verða hluti af kraftmiklum starfsmannahópi RÚV um allt land og munu taka virkan þátt í að miðla lífinu í landinu til fólksins í landinu. Enn hefur ekki verið ráðið í auglýsta stöðu frétta – og dagskrárgerðarmanns á Austurlandi en stefnt er að því í haust,“ segir í tilkynningu frá RÚV. „Markmiðið með þessum ráðningum er á meðal annars að auka svæðisbundna umfjöllun í hverjum landshluta fyrir sig, bæði í málum og myndum, á sérmerktum landshlutasíðum á vef RÚV. Auk þess verður áfram lögð áhersla á vandaðan fréttaflutning úr öllum landshlutum í öllum miðlum RÚV.“