A A A
F.v.: Grétar Zóphoníasson úr hópi Hrútavina frá Stokkseyri og Eyrarbakka og  Bjarni Guðmundsson  Dýrfirðingur og heimamaður á Hvanneyri sem og Hrútavinur.
F.v.: Grétar Zóphoníasson úr hópi Hrútavina frá Stokkseyri og Eyrarbakka og Bjarni Guðmundsson Dýrfirðingur og heimamaður á Hvanneyri sem og Hrútavinur.
« 1 af 14 »

Um 240-250 manns kíktu við á Safnadegi á Hvanneyri sunnudaginn 8. júlí sl. Landbúnaðarsafnið var mikið skoðað og tveir heiðursbændur komu færandi hendi með gagnmerka gripi í þeim - með vilyrði um fleiri.

Farin var fjölmenn mjólkursagnaganga um staði og minjar undir leiðsögn Dýrfirðingsins á Hvanneyri, Bjarna Guðmundssonar.

Landskeppnin Ull í fat fór fram á vegum Ullarselsins þar sem þrjú lið kepptu. Ullarselið mun væntanlega greina frá úrslitum keppninnar sem varð afar jöfn og spennandi.

Þá var Flóarmarkaður í Halldórsfjósi og Kvenfélagið 19. júní bauð myndarlegt vöfflukaffi í Skemmunni.

 

Þá heiðruðu sérlegir fulltrúar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og markaðsstjóri Vestfirska forlagsins á Brekku hátíðarsvæðið með nærveru sinni, og boðaði opinbera heimsókn félagsmanna þess að Hvanneyri er hallaði nær göngum og réttum haustsins.

 

Síðast en ekki síst komu nokkrir félagar Fornbílaklúbbs Íslands í heimsókn á glæsifákum sínum, sá elsti var Ford A 1930. Vöktu þeir mikla athygli.

 

Í heild tókst Safnadagurinn á Hvanneyri afskaplega vel. Logn, hiti, maður-er-manns-gaman-stemning og velþegin súld undir dagslokin einkenndu samkomuna.

 

Gestum er þökkuð koman að Hvanneyri.  Af: www.landbunadarsafn.is

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30