A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Sigurđson
30.08.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Haldiđ til haga: - „Nú stangar hann ekki hart“

Guđrún Jónsdóttir húsfreyja á Mýrum í Dýrafirđi.
Guđrún Jónsdóttir húsfreyja á Mýrum í Dýrafirđi.

Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja á Mýrum í Dýrafirði, áður á Gljúfurá í Arnarfirði, ættuð úr Sauðeyjum á Breiðafirði, er minnisstæð kona öllum sem hana þekktu. Hún og eiginmaður hennar, Gísli Vagnsson, voru fyrstu ár sín í húsmennsku á Rauðsstöðum í Arnarfirði. Sagt er að Guðrún hafi haft við orð að það væri ekki fyrir sofandi mann að búa á Rauðsstöðum. Voru það orð að sönnu, svo fljótt sem veður geta skipast þar í lofti.

   En þetta var orðtak Guðrúnar þegar gott var veður:

   “Nú stangar hann ekki hart” og mun vera ættað úr Breiðafjarðareyjum.

 Sonur Guðrúnar, Valdimar sagnfræðingur og héraðshöfðingi á Mýrum, hefur þetta oft á hraðbergi þegar allt leikur í lyndi í veðurfarinu: „Hann stangar ekki hart í dag.“ Alltaf bætir hann svo við: „Svofellt.“ Þetta er löngu orðið orðtak hjá þeim Mýrhreppingum.

                            (Mannlíf og saga 17. hefti)

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31