A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
15.02.2017 - 17:13 | Vestfirska forlagið,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Halda upp á útgáfu bókarinnar með partíi

Ragnhildur Steinunn og Edda Hermannsdóttir, Gunnarssonar úr Dýrafirði munu fagna á morgun. Fréttablaðið/GVA
Ragnhildur Steinunn og Edda Hermannsdóttir, Gunnarssonar úr Dýrafirði munu fagna á morgun. Fréttablaðið/GVA

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermannsdóttir, Gunnarssonar úr Dýrafirði gefa út bókina Forystuþjóð á morgun. Eftir langa og stranga vinnutörn munu þær nú loksins ná að fagna útgáfu bókarinnar með því að skála í freyðivíni með viðmælendum bókarinnar og góðum vinum.
„Við munum fagna útgáfu bókarinnar á Oddsson á morgun, 16. febrúar, og skála í freyðivíni með góðu fólki. Edda ætlar að standa í ströngu við kökubakstur ásamt móður sinni og Evu Laufeyju systur sinni á meðan ég, bindindismanneskjan, mun ferja áfengi frá Vífilfelli vestur í bæ,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og hlær. Ragnhildur Steinunn og Edda gefa út bókina Forystuþjóð á morgun. Sú bók er viðtalsbók þar sem yfir þrjátíu Íslendingar deila skoðunum sínum og reynslu í jafnréttismálum.

„Við elskum báðar að halda veislur og getum því ekki beðið eftir því að skála með öllum viðmælendum bókarinnar og okkar góða fólki. Þetta stefnir í gott partí!

Bókin er gefin út í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar því að ávarpa gesti með okkur.

Eftir útgáfuhófið ætlum við svo að borða góðan mat á Oddsson og slaka á,“ segir Edda, sem kynntist Ragnhildi í Gettu betur árið 2011, en þá var Edda að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi.

„Ég þekkti lítið til innan RÚV og leitaði til Ragnhildar Steinunnar sem var meira en til í að ráðleggja mér og var til staðar í einu og öllu sem var mjög dýrmætt á þeim tíma. Eftir þetta urðum við miklar vinkonur og nágrannar þar að auki. Það hefur því verið mikill samgangur, hvort sem það tengist umræðu um vinnu eða annað,“ segir Edda.

Ár er frá því þær hófu að skrifa bókina saman.

 

Þær segja ferlið hafa verið lærdósmríkt. „Við nýttum sumarfríið í þetta og svo hefur þetta verið helgarog kvöldvinna þar sem við erum báðar í fullu starfi. Við erum orðnar vanar því að byrja alla daga á símtali og heyrast svo fyrir svefninn,“ segja þær hlæjandi.

 

Fréttablaðið 15. febrúar 2017.


 

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30