A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
16.07.2017 - 15:20 | Vestfirska forlagið,Lárus Hagalínsson frá Bræðratungu

"Hafðu hann þá Stóran, sonur sæll“

Fyrir um 40 til 50 árum. Hér eru menn í aðgerð, að kútta eða öðru nafni slægja, í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga sællar minningar. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Friðgeir Magnússon, sennilega Guðmundur Sören Magnússon og Þorlákur Snæbjörnsson, en fjórði maðurinn mun vera Jón Reynir Sigurðsson frá Ketilseyri. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson.
Fyrir um 40 til 50 árum. Hér eru menn í aðgerð, að kútta eða öðru nafni slægja, í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga sællar minningar. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Friðgeir Magnússon, sennilega Guðmundur Sören Magnússon og Þorlákur Snæbjörnsson, en fjórði maðurinn mun vera Jón Reynir Sigurðsson frá Ketilseyri. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson.

Í upphafi sjötta áratugar síðustu aldar var m/b Gullfaxi gerður út frá Þingeyri. Skipstjóri var Gunnar Jóhannesson á Ásgarðsnesi. Á Gullfaxa var einnig skipverji Guðmundur Friðgeir Magnússon þá til heimilis á Balanum í húsi því er Benjamín fyrrum bóndi og skipstjóri á Múla byggði skömmu eftir aldamótin.

G. Friðgeir og foreldrar hans fluttu frá Hrauni í Keldudal að Þingeyri skömmu fyrir miðja öldina og keyptu húsið á Balanum, þegar Hjálmar Gíslason fer úr húsinu og frá Þingeyri.

Þegar m/b Gullfaxi kom úr róðri kom Magnús ævinlega niður á bryggju og fékk tvo fiska í soðið hjá syni sínum Friðgeir. Eitt sinn, þegar róið var á steinbítsmið um vorið, var lítill afli. Magnús mætir að venju á bryggjuna og horfir ofan í bátinn til sonar síns. Þá kallar Friðgeir til föður síns: „Nægir þér ekki einn núna, pabbi“? Karl svarar syni sínum: „Hafðu hann þá Stóran, sonur sæll.“

Þeir feðgar voru vel séðir, greindir, sparsamir og nægjusamir menn. Magnús Guðmundsson var kynjaður úr Súgandafirði, barnabarn Friðberts í Vatnadal síðar í Hraunakoti.



« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31