A A A
  • 1962 - Sigžór Valdimar Elķasson
  • 1993 - Magnśs Ellert Steinžórsson
  • 2003 - Hanna Geršur Jónsdóttir
23.04.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagiš,Morgunblašiš,Björn Ingi Bjarnason

Hafa sungiš inn voriš ķ 90 įr

« 1 af 3 »

• HInn dýrfirski Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, heldur vortónleika í nítugasta sinn í Langholtskirkju í næstu viku • Efnisskráin er með fjölbreyttu sniði og kórfélagar taka upp gítarinn

 

„Það er alltaf mikil hátíð og mikið tilhlökkunarefni að mæta á palla. Við erum meðal annars að syngja fyrir styrktarfélaga okkar sem hafa styrkt okkur í tugi ára en flóran er stór og mikil sem mætir á tónleikana,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, en kórinn hefur æft fyrir viðburðinn frá áramótum. Karlakórinn hefur frá árinu 1927 haldið árlega vortónleika og í ár verður engin undantekning gerð. Þetta eru nítugustu tónleikar kórsins og verða þeir haldnir dagana 24., 25., 26. og 29. apríl í Langholtskirkju.

„Við höfum alltaf reynt að hafa lög sem ná til allra aldurshópa með því að hafa blandaða efnisskrá. Aðalmálið er líka að okkur líði vel með að syngja þessi lög og það er að takast,“ segir Friðrik. Á efnisskránni er tónlist af margskonar toga. Þar má finna íslensk kórlög, evrópska klassík og ameríska gospelsöngva.

„Þetta er mjög fjölbreytt efnisskrá. Fyrst eru sungin hefðbundin íslensk karlakórslög, síðan norræn og fyrir hlé frumflytjum við lag eftir Pál Pampichler Pálsson, sem heitir „Nei, smáfríð er hún ekki“ sem er ljóð eftir Hannes Hafstein. Mjög skemmtilegt og flott lag sem er samið fyrir kórinn sérstaklega með undirspili píanós og klarínetts,“ segir Friðrik. „Eftir hlé erum við með ameríska negrasálma, síðan dægurlög og að lokum klassík.“

 

Kórinn verður hljómsveit

Fyrir 90 árum var sunginn Lofsöngur Beethovens og verður hann fluttur í ár. Þá verður flutningur á dægurlögunum með því sniði að sumir kórfélagar taka upp gítarinn til að spila með.

„Við erum með gítarsveit, það eru fimm félagar úr kórnum sem eru flottir gítaristar og bassaleikarar. Þeir spila með í tveimur lögum. Við ætlum að heiðra minningu Leonards Cohen og syngja eitt frægasta lagið hans, „Hallelujah“ og síðan spilum við „Tears in Heaven“ eftir Eric Clapton,“ segir Friðrik.

Anna Guðný Guðmundsdóttir hefur verið píanisti kórsins í fjölda ára og heldur uppteknum hætti á tónleikunum í ár. Þá spilar Sigurður Ingi Snorrason á klarínett ásamt fleirum í frumflutningi á „Nei, smáfríð er hún ekki“. Einsöngvararnir koma úr röðum kórfélaga að þessu sinni en Hjálmar P. Pétursson bassi syngur „Ol' man river“, amerískan negrasálm, Björn Friðrik Einisson syngur einsöng og kvartett kemur fyrir í einu lagi.

„Það eru margir í kórnum í söngnámi og þeir sem eru lengst komnir fá að spreyta sig. Hjálmar Pétursson er atvinnusöngvari, hann hefur verið að syngja í óperunni og verið í kórnum í mörg ár þannig að hann fær þetta hlutverk.“

 

„Mikil gleði“

Friðrik hefur verið stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í 29 ár. Hann var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var spurður um sérkenni kórsins, sem telur 76 kórfélaga.

„Hjá okkur er mikil gleði, það er eftirvænting fyrir hverja tónleika. Þessi kór hefur starfað í 90 ár og sungið mörg eftirminnileg lög sem margir þekkja eins og „Áfram veginn“ sem Stefán Íslandi söng með kórnum og „Hraustir menn“ sem Guðmundur Jónsson söng. Það sem einkennir kórinn er þróttur, mýkt og síðan þessi tæri litur.“

 

Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson átti frumkvæðið

 

Karlakór Reykjavíkur fagnaði níræðisafmæli sínu í fyrra þar sem hann var stofnaður 3. janúar árið 1926 og var aðalhvatamaður að stofnun hans Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson tónskáld sem fæddur var að Gerðhömrum. Hann stjórnaði kórnum samfellt, að einu ári undanskildu, til ársins 1962. Kona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði. 

Kórinn hélt sína fyrstu vortónleika árið 1927 og síðar það ár, 16. júní, voru haldnir tónleikar í Fríkirkjunni þar sem Lofsöngur Beethovens var á dagskrá ásamt öðrum lögum.

Stjórnendur kórsins hafa verið; Sigurður Þórðarson, Páll Ísólfsson, Jón S. Jónsson, Páll Pampichler Pálsson og Catherine Willams en núverandi söngstjóri er Friðrik S. Kristinsson.

 

 

Morgunblaðið. 21. apríl 2017


« Aprķl »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30