A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
18.08.2016 - 06:48 | Vestfirska forlagiš,Blašiš - Vestfiršir

Hęstu tekjurnar į Ķsafirši

Álagningu skatta á einstaklinga var birt í byrjun júlí síðastliðinn.
Álagningarskráin fyrir Vestfirði ber það með sér að hæstu tekjurnar eru í Ísafjarðarbæ og þá aðallega á Ísafirði.
Nokkur munur er á lista yfir tíu hæstu skattgreiðendur og tíu tekjuhæstu íbúana. Fjórir af þeim sem eru meðal tíu hæstu skattgreiðenda eru ekki inn á lista yfir tíu tekjuhæstu. Skýrist það af að álagður tekjuskattur er hár en tekjur ekki í samræmi við það. Má draga þá ályktun af því að í þessum tilvikum séu tekjur fengnar sem arðgreiðsla eða um skattlagningu á söluhagnað sé að ræða. Þá kann í einhverjum tilvikum álagning verið byggða á áætlun þar sem skattframtali var ekki skilað inn í tæka tíð. Álagningarskráin veitir ekki frekari upplýsingar en um álagða skatta. Upplýsingar eru birtar í blaðinu Vestfirðir um 200 einstaklinga á Vestfjörðum í öllum sveitarfélögum fjórðungsins.

Settur er sá fyrirvari við listann að mögulegt er að um skekkjur sé að ræða og misskrifaðar tölur þegar unnið var upp úr álagningarskránni, en vandað hefur verið eins og kostur er til úrvinnslunnar. Birtar eru þær upplýsingar sem álagningarskrá Ríkisskattstjóra veitir, annars vegar um álagðan tekjuskatt og hins vegar um álagt útsvar. Út frá álögðu útsvari eru árstekjur áætlaðar.

Áberandi er að þrír læknar, þrír skipstjórar og framkvæmdastjórar skipa hóp þeirra tekjuhæstu. Sá tekjuhæsti er veitingamaður og þar gæti verið um áætlun að ræða en ekki raunverulegar tekjur.
« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31