A A A
  • 1951 - Friđfinnur S Sigurđsson
  • 1973 - Atli Már Jóhannesson
  • 1976 - Kristján Rafn Guđmundsson
  • 1979 - Jón Ţorsteinn Sigurđsson
  • 1988 - Arnţór Ingi Hlynsson
16.02.2017 - 09:21 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiđ

HROGNKELSI Í SVIĐSLJÓSI VÍSINDAPORTS

Frá hrognkelsaveiđum í Önundarfirđi fyrir nokkrum áratugum. Ljósm.: BIB
Frá hrognkelsaveiđum í Önundarfirđi fyrir nokkrum áratugum. Ljósm.: BIB

Hrognkelsi verða í sviðsljósinu í Vísindaporti vikunnar hjá Háskólasetri Vestfjarða en þar mun James Kennedy, fiskiíffræðingur við Hafrannsóknastofnunina, flytja fyrirlestur um hrognkelsaveiðar við Ísland. James kennir um þessar mundir áfanga í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Um aldir hafa hrognkelsi verið veidd við strendur Íslands og verið mikilvægur liður í fæðuöflun landsmanna eftir harða vetur. Veiðarnar hafa tekið breytingum í gegnum aldirnar og nú er svo komið að nær einvörðungu er sóst eftir kvenfiskinum, grásleppunni, vegna hrognanna. Þau eru söltuð, lituð og seld sem grásleppukavíar.

Takmarkanir á veiðunum hófust á áttunda áratugnum en þær eru einstakar að því leyti að þær eru sóknarstýrðar en ekki stjórnað með aflamarki. Þar sem fiskurinn er fjarri ströndum landsins utan hrygningartíma hafa ýmsar hliðar líffræði hans verið vísindamönnum huldar. Lengst af hefur verið talið að fiskurinn væri að mestu aðgerðarlítill botnfiskur en nýlegar rannsóknar með merkingum benda til hins gagnstæða.

James Kennedy er sem áður segir sérfræðingur við Hafrannsóknastofnunina þar sem rannsóknir hans hafa beinst að líffræði hrognkelsa og ber hann m.a. ábyrgð á veiðiráðgjöf stofnunarinnar í tengslum við hrognkelsaveiðar við Íslands. Hann starfaði áður í Noregi og á eyjunni Mön þar sem hann vann einkum við rannsóknir á æxlunarlíffræði ýmissa fiskitegunda.

Að venju er Vísindaport í hádeginu á föstudögum og stendur frá 12.10-13.00.

Erindi James verður flutt á ensku.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31