A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir
10.09.2016 - 06:54 | Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

HÍ stofnar rannsóknasetur á Hólmavík • Ţjóđfrćđi verđur í öndvegi

Hólmavík. Ljósm.: BIB
Hólmavík. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Nýtt rannsóknasetur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa, hefur verið sett á laggirnar og er á Hólmavík. Rannsóknir í þjóðfræði verða þar í öndvegi og áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Setrið nýja er það 8. sem HÍ rekur en fyrir eru slík í öllum landshlutum. Viðfangsefni rannsókna þar eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og nú þjóðfræði en í þessu efni er tekið nokkurt mið af staðháttum og menningu á hverjum stað.

Með samningi menntamálaráðuneytisins og HÍ sem gerður var í byrjun líðandi árs var sett af stað vinna við að greina tækifæri og leiðir við að koma Rannsóknasetrinu á Hólmavík á fót. Áður hafði Strandagaldur ses. staðið fyrir rekstri Þjóðfræðistofu á Hólmavík frá árinu 2008 en starfsemi sú hafði lagst af.

Á grunni þessarar vinnu varð úr að ráðuneytið fól HÍ að hefja starfsemi þessa nýja seturs og að hluta til er byggt á þeim grunni sem áður hefur verið lagður með starfsemi þjóðfræðistofunnar. Jón Jónsson þjóðfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri á Hólmavík og hóf hann störf nú í septemberbyrjun.

 

 

Morgunblaðið 10. september 2016.

« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör