A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
Gulldúfan.
Gulldúfan.
« 1 af 2 »
Út er komið 6. hefti af Basil fursta hjá Vestfirska forlaginu og ber það nafnið Gulldúfan.

 

Hér eiga þeir furstinn og þjónn hans Sam Foxtrot í höggi við stórhættulegt glæpakvendi að nafni Mae West, sem er bæði kæn og slungin og er ekkert lamb að leika við.

  

Úr samtali þeirra Basils og Sam:

    Basil fursti situr önnum kafinn við skriftir, en það var nokkuð sem Sam var ekki hrifinn af. -Menn eru alveg hættir að fremja glæpi, sagði Sam og stundi þunglega. Ef þessu haldur áfram getum við tekið saman dót okkar og flutt á letigarðinn.

   Basil fursti leit brosandi upp frá blaðabunkanum.  -Á hverju augnabliki ske margir hræðilegir glæpir, sagði hann. -Ég hef aldrei á ævi  minni fengið jafn flókið mál til meðferðar og núna. Við munum eiga í höggi við forherta konu sem svífst einskis.  

  

Sam var mikill aðdáandi fagurra kvenna. Þess vegna fékk hann sting í hjartað í hvert skipti sem hann rakst á yndislega konu, sem var forhert glæpadrós.

Skyldu þeir Basil fursti og Sam komast á sporið? 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30