A A A
Stöđvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráđabirgđabrúna yfir Hófsá.
Stöđvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráđabirgđabrúna yfir Hófsá.
« 1 af 2 »

Í viku 25 voru grafnir 87,3 m í göngunum og því lengd ganganna í lok vikunnar orðinn 2.733,9 m sem er 51,6 % af heildarlengd ganganna. Fyrsta sprenging vikunnar var númer 537 við gröft ganganna og var jafnframt sú sprenging sem markaði þau tímamót að gröftur ganganna var þá hálfnaður.

Grafið var í basalti alla vikuna sem sprakk ágætlega þó að sumar færurnar hafi ekki náð alveg fullri dýpt. Efninu úr göngunum hefur ýmist verið keyrt beint í fláafleyg eða í vegfyllingar á vegkaflanum frá munna og niður að Hófsá. Haldið var áfram með vegskeringu suður af Mjólká og lítillega fyllt í veg til Hrafnseyrar. Alla vikuna var unnið við að mala efni í neðra burðarlag fyrir vegagerð. Í vikunni var bráðabrigðabrú reist yfir Hófsá og fyllt að henni. Eftir er að klára uppsetningu á vegriðum og laga veginn að brúnni. Í framhaldinu verður núverandi brú yfir Hófsá brotin niður og hafist handa við að byggja nýja tvíbreiða brú yfir Hófsá.

Engin vinna var í Dýrafirði vegna sumarfría.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30