A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
29.07.2015 - 07:18 | Hallgrímur Sveinsson,Hraðsamtalið

Gott og jákvætt andrúmsloft er í Smiðjunni á Þingeyri

Kristján Gunnarsson, smiðjudrengur frá Hofi er enn að. Hann byrjði að læra í Smiðjunni 1962. Sem sagt 53 ár! Ljósm.: H. S.
Kristján Gunnarsson, smiðjudrengur frá Hofi er enn að. Hann byrjði að læra í Smiðjunni 1962. Sem sagt 53 ár! Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri var stofnað árið 1913. Þetta fyrirtæki var landsþekkt á sínum tíma og er enn. Ekki nóg með það. Hróður fyrirtækisins barst víða um lönd, ekki síst til Bretlands þar sem flestir togaraeigendur og sjómenn þeirra (Tjallarnir) þekktu smiðjuna á Þingeyri og þá smiðjufeðga, Guðmund og son hans Matthías. Þeir voru báðir einstakir menn, hvor á sinn hátt. Smiðjan, sem er sjálfseignarstofnun, hefur nú verið gerð að safni, undir umsjón Byggðasafns Vestfjarða . Safnvörður  í Smiðjunni er Þórir Örn Guðmundsson, nafnkunnur Dýrfirðingur. Við litum snöggvast inn til hans.

   Hvernig hefur aðsóknin verið í sumar, Þórir?

   „Hún hefur verið ágæt. Í fyrra komu um 1000 gestir. Hef ekki talið það nákvæmlega núna, en býst við að það verði svipað í ár. Opnunartími er frá 15. maí-15. sept. Opið er alla daga frá 9 – 6.“

   „Hafa gömlu smiðjudrengirnir sem enn eru lifandi komið í heimsókn?“

   „Það hefur nú ekki verið mikið um það. En afkomendur þeirra eru mjög spenntir að koma hingað til að sjá hvernig Smiðjan leit út. Hún er með sömu ummerkjum enn þann dag í dag.“

   „Er þetta ekki eina smiðjan í heiminum með reimdrifnum vélum sem enn er í rekstri.“

Ég hef heyrt af einni trésmiðju með líku öxlakerfi og reimdrifnum vélum. Jafnfram að aflið hafi komið frá vatnstúrbínu í  læk sem rann við húshliðina. Minnir að hún sé í Asíu fremur en í S-Ameríku.

   „Hefur þú orðið var við þá feðga Guðmund J. og Matthías á ferli í Smiðjunni?“

   „Ekki svona beinlínis! En andi þeirra lifir góðu lífi. Hér er gott og jákvætt andrúmsloft.“ 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30