A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Sigurđson
22.02.2016 - 16:01 | Vestfirska forlagiđ,Emil Ragnar Hjartarson

Glórulaus búskapur ađ Gili

Oddur Jónsson á Gili. Ljósm.: HS
Oddur Jónsson á Gili. Ljósm.: HS
« 1 af 2 »

Innan við og niður undan Glórugili í Mýrarhreppi í Dýrafirði stóð býlið Gil. Á svipuðum stað mun áður hafa staðið hjáleiga frá Neðri Hjarðardal og hét hún Glóra. 

Minn gamli og góði vinur, Oddur Jónsson, bóndi á bænum Gili sagði að eftir að nafninu var breytt úr Glóru í Gil hafi búskapur á jörðinni verið alveg glórulaus !!!

Til er saga af Oddi bónda, hún er góð og þar með sönn samkvæmt skilgreiningu Hallgríms Sveinssonar á Þingeyri og Brekku forvígismanns Vestfirska forlagsins.

Sagt er að þegar Oddur reif af dagatalinu hafi hann ort vísu í hvert sinn , skrifað aftan á dagatalsmiðann og geymt í borðskúffu. Varð smám saman til all nokkurt vísnasafn. Þegar Oddur bjóst til mannfagnaðar í sveitinni á hann að hafa tekið handfylli úr skúffunni góðu og stungið í vasa sinn. Síðan voru miðarnir veiddir upp úr vasnum þegar við átti og vísurnar, lesnar sveitungunum á samkomunni til ánægju 

Þannig skemmtu menn hver öðrum í gamla daga og þágu ekki stórfé fyrir.

Oddur var gamansamur maður og ágætur félagi. Honum er alveg trúandi til að hafa gert þetta !!!!

 

Emil Ragnar Hjartarson
f.v. skólastjóri á Flateyri.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31