A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
21.04.2019 - 11:38 |

Gleðilega páska

Páskadagur er haldinn hátíðlegur til að fagna upprisu Jesú líkt og lýst er í Nýja Testamentinu, en samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María mey sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Páskar hafa allt frá árinu 325 borið upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori. Páskasunnudagur fellur í ár á sunnudaginn 21. apríl en hér koma nokkrir viðburðir úr sögunni sem tengjast þessari dagsetningu: 

- Þennan dag árið 753 f.Kr. er talið að Rómulus og Remus hafi stofnað Rómarborg.
- Árið 1509 var Hinrik VIII settur í embætti eftir fráfall föður hans Hinriks VII Englandskonungs.
- Í Setbergsannál segir að snjór hafi verið í mitti á sléttlendi á Suðvesturlandi. 
- Kristján VI Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn árið 1733. 
- Árið 1965 voru nafnskírteini gefin út til allra Íslendinga 12 ára og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.
- Fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, komu heim frá Danmörku árið 1971. 
- Árið 1991 var golfklúbburinn Gláma stofnaður á Þingeyri.


-Þingeyrarvefurinn óskar öllum lesendum gleðilegra páska-

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31